Atvinna

Starf ljósmóður á Heilbrigðisstofnun Suðurlands

 • Skráð: 15.8.2016
 • Starfsgrein: Ljósmóðir
 • Atvinnurekandi: HSU á Hornafirði
 • Staður: Höfn
 • Símanúmer: 470 8616
 • Netfang: matthildur@hornafjordur.is
 • Umsjón: Matthildur Ásmundadóttir
 • Starfslýsing:

  Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Hornafirði auglýsir eftir ljósmóður.

  Um er að ræða fullt starf eða hlutastarf eftir samkomulagi. Heilbrigðisstofnunin er um 70 manna vinnustaður þar sem rekin er heilsugæsla, hjúkrunar- og dvalarheimili, sjúkrarými og dagdvöl fyrir aldraða. Heilbrigðisstofnunin tilheyrir sameinaðri stofnun Heilbrigðisstofnunar Suðurlands en er enn rekin af Sveitarfélaginu Hornafirði samkvæmt þjónustusamningi út árið 2016.

  Starfs- og ábyrgðarsvið

  Mæðra- og ungbarnavernd á heilsugæslustöð.

  Ráðgjöf og fræðsla til foreldra.

  Almenn hjúkrunarstörf á heilsugæslu.

  Þverfaglegt starf með félags- og heilbrigðisþjónustu.

   

  Menntunar- og hæfniskröfur

  Hjúkrunarfræði og ljósmóðurmenntun.

  Færni í mannlegum samskiptum.

  Skipulagshæfileikar, sjálfstæði og frumkvæði.

  Laun eru skv. kjarasamningi  Ljósmæðrafélagi Íslands og Launanefnd sveitarfélaga. Upplýsingar um starfið veitir Matthildur Ásmundardóttir, framkvæmdastjóri HSSA, sími 470-8616, matthildur@hssa.is.


 

TungumálÚtlit síðu:

Himnaríki á jörð (@Skaftafell) Grásleppuveiðar Í nýju sundlauginni