Atvinna

Hafnsögumaður

 • Skráð: 17.8.2016
 • Starfslýsing:

  Óskað er eftir umsækjendum með ríka þjónustulund í starf hafnsögumanns.

  Hafnsögumenn starfar við hafnsögu skipa og skipstjórn Björn Lóðs, auk annarra hefðbundinna þjónustu og viðhaldsstarfa. Þeir sinna ýmsum þjónustuhlutverkum við höfnina eins og að afgreiða rafmagn og vatn, ásamt öðrum tilfallandi verkefnum hjá Hornafjarðarhöfn.


  Menntun og reynsla

  • Skipstjórnarréttindi 2. stig

  • Vélstjórnarréttindi 1. stig

  • Góð almenn tölvukunnátta

  • Löggilding vigtarmanns er kostur


  Hæfni

  • Sjálfstæði í vinnubrögðum

  • Skipulagshæfileikar, og nákvæmni við skráningu gagna

  • Ríkuleg þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum

  • Megináhersla er lögð á vandvirkni og nákvæmni

  í öllum störfum


  Leitað er eftir einstaklingum sem eru snyrtilegir, stundvísir og reglusamir. Konur jafnt sem karlar eru hvött til að

  sækja um starfið. Laun skv. kjarasamningi Félags opinberra starfsmanna á Suðurlandi.

  Upplýsingar um starfið veitir Vignir Júlíusson forstöðumaður

  Hornafjarðahafna í síma 897 1681 og netfang vignirj@hornafjordur.is og á www.hornafjordur.is/atvinna
 

TungumálÚtlit síðu:

Himnaríki á jörð (@Skaftafell) Grásleppuveiðar Í nýju sundlauginni