Atvinna

Leikskólastjóri

 • Skráð: 20.8.2016
 • Starfsgrein: Leikskólastjóri
 • Atvinnurekandi: Sveitarfélagið Hornafjörður
 • Staður: Höfn
 • Símanúmer: 588 3031
 • Netfang: stra@stra.is
 • Umsjón: Guðný Harðardóttir - Ráðningastofan STRÁ
 • Starfslýsing:

   Leikskólastjóri óskast í nýjan sameinaðan leikskóla á Höfn í Hornafirði

  Sveitarfélagið Hornafjörður auglýsir laust til umsóknar starf leikskólastjóra við sameinaðan leikskóla á Höfn en ákveðið hefur verið að sameina leikskólana Krakkakot og Lönguhóla undir eitt þak. Ráðið verður í stöðuna frá ársbyrjun 2017 eða eftir nánara samkomulagi.   

  Sveitarfélaginu er annt um að vel takist til í nýjum leikskóla og verður leikskólastjóra  veittur öflugur stuðningur við sameininguna og uppbyggingu faglegs starfs í leikskólanum.  

  Í menntastefnu sveitarfélagsins sem verið er að leggja lokahönd á er lögð áhersla á fjölbreytta kennsluhætti, að nýta margbreytilegt umhverfi og stórbrotna náttúru sem hluta af námsaðstæðum, starfa samkvæmt Uppbyggingarstefnunni - Uppeldi til ábyrgðar, jafnframt er lögð áhersla heilsueflandi skólastarf.

  Starfssvið:

  Leikskólastjóri ber faglega- og rekstrarlega ábyrgð á starfi leikskóla , stjórnar honum og hefur forgöngu um mótun faglegrar stefnu innan ramma laga, reglugerða, aðalnámskrár, stefnu sveitarfélagsins og í samstarfi við skólasamfélagið.  Helstu verkefni leikskólastjóra eru að:

  ·         Vera faglegur leiðtogi og móta framtíðarstefnu leikskólans.

  ·         Vinna að sameiningu tveggja leikskóla og flutningi í nýtt hús.  

  ·         Stýra og bera ábyrgð á daglegu starfi og rekstri leikskólans.

  ·         Bera ábyrgð á starfsmannamálum svo sem ráðningum, vinnutilhögun og starfsþróun.

  ·         Skipuleggja foreldrasamstarf í samvinnu við foreldra og starfsfólk.

   

  Menntunar- og hæfniskröfur

  ·         Leikskólakennaramenntun og leyfi til að nota starfsheitið leikskólakennari.

  ·         Viðbótarmenntun í stjórnun eða kennslureynsla á leikskólastigi.

  ·         Leiðtogahæfileikar og hæfni í stjórnun.

  ·         Faglegur metnaður og frumkvæði í starfi.

  ·         Áhugi á að leiða þróunarstarf í leikskóla.

  ·         Samstarfshæfni og lipurð í mannlegum samskiptum.

  ·         Þekking eða reynsla af rekstri æskileg.

  ·         Góð almenn tölvukunnátta.

  ·         Góð íslenskukunnátta.

   

  Guðný Harðardóttir hjá Strá ehf. veitir nánari upplýsingar um starfið í síma 588-3031 alla virka daga frá kl. 13-15. Vinsamlegast sendið umsóknir ásamt neðangeindum gögnum stra@stra.is

  Umsókn fylgi yfirlit yfir nám og fyrri störf, leyfisbréf til að nota starfsheitið leikskólakennari. Æskilegt er að umsókn fylgi einnig greinargerð um framtíðarsýn umsækjanda á starf í leikskólanum. Umsóknarfrestur er til 18. september 2016. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags stjórnenda leikskóla 

TungumálÚtlit síðu:

Himnaríki á jörð (@Skaftafell) Grásleppuveiðar Í nýju sundlauginni