Atvinna

Heimaþjónustudeild

 • Skráð: 23.8.2016
 • Starfsgrein: Frekari liðveisla
 • Atvinnurekandi: Heimaþjónustudeild
 • Staður: Höfn
 • Símanúmer: 470 8019
 • Netfang: maren@hornafjordur.is
 • Umsjón: Maren Sveinbjörnsdóttir
 • Starfslýsing:

  Heimaþjónustudeild hefur umsjón með málefni fatlaðra, félagslegri heimaþjónustu ( heimilishjálp), frekari liðveislu,liðveislu, dagvist fatlaðra og vinnur í teymisvinnu með Heimahjúkrun.

  Okkur vantar starfsfólk í vaktavinnu (18. ára eða eldra) í frekari liðveislu.  Starfið felur í sér að aðstoða fólk með fötlun við athafnir daglegs lífs. Starfshlutfall er eftir samkomulagi.

  Þetta er krefjandi og skemmtileg vinna með frábæru fólki, þar sem unnin eru  fjölbreytt störf inn á heimilum fólks með fötlun og möguleikar á  allskonar skemmtilegum verkefnum eins og að fara í sund, göngu, að veiða, á kaffihús og margt fleira.

  Bæði karlar og konur  eru hvött til að sækja um.

  Laun eru samkvæmt kjarasamningum launanefndar Sveitarfélaga og Afls  starfsgreinasambands.

  Allar nánari upplýsingar um störfin veitir Maren Sveinbjörnsdóttir, forstöðumaður heimaþjónustudeildar í síma 4708019, 8644918 eða maren@hornafjordur.is


 

TungumálÚtlit síðu:

Himnaríki á jörð (@Skaftafell) Grásleppuveiðar Í nýju sundlauginni