Félagasamtök

Ferðafélags ferð til Vopnafjarðar.

Helgina 20-22 júlí fór ferðafélagið í hina árlegu jeppa og gönguferð. Að þessu sinni var farið í Vopnafjörð. Við áttum pantaða gistingu á Refstað hjá þeim Cathy og Sverri og þar hittist hópurinn 25 manns á föstudagskvöldinu. Vopnafjörðurinn heilsaði okkur blíðlega með sólskyni og 20 stiga hita,þeir sem fóru Hellisheiði -eystri nutu útsýnisins. Lesa meira

Ferðafélagsferð til Vopnafjarðar

Helgina 20-22 júlí fór ferðafélagið í hina árlegu jeppa og gönguferð. Að þessu sinni var farið í Vopnafjörð. Við áttum pantaða gistingu á Refstað hjá þeim Cathy og Sverri og þar hittist hópurinn 25 manns á föstudagskvöldinu. Vopnafjörðurinn heilsaði okkur blíðlega með sólskyni og 20 stiga hita,þeir sem fóru Hellisheiði -eystri nutu útsýnisins. Á laugardeginum fórum við svo upp á Hellisheiði ,ókum inn eftir henni eftir vegslóða sem lagður er af gangnamönnum úr Jökulsárhlíð fyrir nokkrum árum og er stikaður og liggur inn að Smjörfjöllum. Ekki komumst við þó veginn á enda vegna snjóa og sagði fararstjórinn okkur að það væri óvenju mikill snjór á heiðinni miðað við árstíma.Var því ekkert annað að gera fyrir þá sem ætluðu að labba um Lambadalsskarð,niður Lambadal að Refstað að reima skóna ,bera á sig sólarvörnina og axla bakpokana. Lesa meira

Félagasamtök - Félagasamtök

30-05-06_101

Björgunarfélag Hornafjarðar

Ávalt til taks, alltaf í góðri þjálfun með rétta útbúnaðinn, þetta á við Björgunarfélag Hornafjarðar sem er ein af öflugri björgunarsveitum landsins. Sveitin rekur einnig unglingadeildir með það að markmiði að byggja upp einstaklinginn og búa til framtíðar björgunarsveitarmann.

Máni Andlit

Danshópurinn Máni

Ef áhuginn liggur í línudönsum þá er kjörið að mæta á æfingu hjá Danshópnum Mána þar verða fætur fráir, góður félagsskapur og góð hreyfing.

Taktur

Dansklúbburinn Taktur

Dans, dans og aftur línudans, félagsskapurinn kemur saman einu sinni í vikur og æfir sporin, gott andrúmsloft og góð og holl hreyfing. Rótgróinn klúbbur sem á sér langa sögu.

Hvannadalur, Nautastígur í Suðursveit 2005

Ferðafélag Austur-Skaftafellssýslu

Ferðafélag Austur-Skaftfellinga er áhugamannafélag sem heldur úti fjölbreyttu og öflugu félagsstarfi.  Félagið rekur Múlaskála, gistiskála á Lónsöræfum.  Einnig skipuleggur félagið fjölmargar gönguferðir árið um kring.

Skoða nánar

Félag eldriborgara

Félag eldri borgara

Félagið er með skipulagða og öfluga starfsemi fyrir eldriborgara á Hornafirði. Hjá félaginu er ávalt mikið um að vera og er félagsskapurinn áberandi í samfélaginu.

Félag fuglaáhugamanna Hornafirði

Félag fuglaáhugamanna

Félag fuglaáhugamanna hefur starfað um árabil í Hornafirði. Félagið er vel virkt og metnaðarfullt enda margir áhugasamir fuglaskoðunarmenn á Hornafirði. Félagið heldur m.a. út heimasíðu sem flytur fréttir og myndir af fuglalífinu í Hornafirði og víðar.

Félagsmiðstöðin Miðgarður

Félagsmiðstöðin Miðgarður starfar allt árið. Starfsemin er skemmtileg og fjölbreytt.

Golfklúbbur logo

Golfklúbbur Hornafjarðar

Einn af glæsilegri golfvölum landsins er á Silfurnesi í Hornafirði og er völlurinn í umsjón Golfklúbbs Hornafjarðar. Klúbburinn stendur meðal annars að námskeiðum fyrir byrjendur.

Glæsilegt úrval

Handraðinn

Handraðinn er verslun í  hjarta Hafnar á Hornafirði.  Mikil fjölbreytni er í vöruúrvali, má þar nefna listmuni úr tré, leir, gleri, steinum, þæfðri ull, bútasaum, endurunnum pappír, málverk eftir heimamenn og margt fleira. Einnig er mikið úrval af prjónavörum bæði úr ull og öðru garni. Auk þessa eru stórglæsilegar ljósmyndir úr hinni stórbrotnu náttúru Hornafjarðar. Smellið hér til að skoða Facebook síðu Handraðans.

Skoða nánar

Gæðingur

Hestamannafélagið Hornfirðingur

Öflugur félagsskapur með flotta aðstöðu á Stekkhól bæði fyrir hestamenn og mótshald. Félagið stendur fyrir reiðnámskeiðum fyrir byrjendur og lengra komna. Kjörinn félagsskapur fyrir þá sem hafa gaman af hestamennsku.

Ferðaklúbburinn 4x4

Hornafjarðardeild ferðaklúbbsins 4X4

Markmið félagsins er m.a. að ná til sem flestra sem áhuga hafa á ferðalögum um landið á fjórhjóladrifsbifreiðum. Að gefa gott fordæmi um umgengni og verndun landsins. Efla þekkingu félagsmanna á öllu sem við kemur útbúnaði fjórhjóladrifsbifreiða og ferðalögum um byggðir og óbyggðir landsins.

Karlakórinn Jökull 2007

Karlakórinn Jökull

Á bændafundi árið 1972 var ákveðið að stofna karlakór með þátttöku manna úr sem flestum hreppum Austur-Skaftafellssýslu. Æfingar hófust 4. janúar 1973 og hefur Karlakórinn Jökull starfað óslitið síðan. Kórinn hefur gefið út tvo geisladiska, "Í jöklanna skjóli" og "Hvít er borg og bær".

Skoða nánar

Kiwanislogo

Kiwanisklúbburinn Ós

Kiwanisklúbburinn var stofnaður 12. september 1987 af áhugamönnum um Kiwanis á Hornafirði og var fyrsti ví­gsludagur félaga 7. maí­ 1998. Starfsemi félagsins felst í því ­ að koma saman á hálfsmánaðar fresti, borða góðan mat og láta gott af sér leiða í­ samfélaginu.

Skoða nánar

Humarskvísa

Kvennakór Hornafjarðar

Fagur söngur og fagrar meyjar er það sem prýðir Kvennakórinn, góður félagsskapur sem víða hefur vakið athygli fyrir söng sinn. Kjörinn félagsskapur fyrir þær konur sem vilja láta röddina njóta sín ásamt því að taka þátt í skemmtilegu starfi.

Nánari upplýsingar um kórinn má nálgast á heimasíðunni.

Rúna og Gísli í Æfintýri á gönguför

Leikfélag Hornafjarðar

Fjöldi leikverka liggur að baki leikfélaginu og hafa þar komið við sög margir þekktustu leikstjórar landsins. Uppfærslur leikfélagsins eru ávallt vel sóttar og er starfsemin stór þáttur í menningarstarfi á Hornafirði.

Lopi

Leikhópurinn Lopi

Undir stjórn Magnúsar J. Magnússonar hefur leikhópurinn sett upp mörg leikverk og hafa þar börn og unglingar skipað stærstan sess. Fyrir utan að skemmta áhorfendum hefur starfssemin verið þátttakendum mjög lærdómsrík og eflt unglingastarf á staðnum. 

Lions

Lionsklúbbur Hornafjarðar

Fyrir utan að styrkja góð málefni þá fellst starfssemi klúbbsins m.a. í því að félagar koma saman á hálfs mánaðar fresti þar sem þeir funda og borða góðan mat. Klúbburinn er hluti af Liones hreyfingunni. Kúttmagakvöldin þeirra eru heimsfræg.

Lionessur

Lionsklúbburinn Kolgríma

Klúbburinn er hluti Lionshreyfingarinnar en í klúbbnum eru eingöngu konur. Lionessur eins og þær eru kallaðar hafa látið margt gott af sé leiða fyrir samfélagið. Uppbyggjandi og skemmtileg starfsemi fyrir konur á öllum aldri.

Markaðstorg Hornabæ

Markaðstorg Hornafjarðar

Markaðstorgið hér í Hornafirði er tilraunaverkefni hóps fólks sem vill glæða bæinn lífi, veita frumkvöðlum, handverksfólki og bændum aðstöðu til að selja og kynna framleiðslu sína, stuðla að endurnýtingu hluta og muna, vera vettvangur fyrir fjáröflun fyrir félagasamtök. Þeim hóp fólks sem staðið hefur að þessu verkefni og íbúum Hornafjarðar er mikið í mun að tilraun þessi takist. Í þau skipti sem markaðurinn hefur verið haldin hefur aðsókn verið vonum framar og skapast hefur skemmtileg stemmning sem er öllum til sóma.

Skoða nánar

Rauði Krossinn

Rauði kross Íslands - Hornafjarðardeild

Hornafjarðardeild Rauða kross Íslands starfar samkvæmt grundvallarmarkmiðunum alþjóðahreyfingar Rauða krossins sem er fólginn í markmiðunum sjö um mannúð, óhlutdrægni, hlutleysi, sjálfstæði, sjálfboðna þjónustu, einingu og alheimshreyfingu. Þú getur tekið þátt í starfi Rauða krossi Íslands með því að reiða af hendi peningaupphæð með greiðslukorti eða með því að gerast félagi eða sjálfboðaliði.

Skoða nánar

Samkór

Samkór Hornafjarðar

Konur og karlar prýða kórinn og undir stjórn Kristínar Jóhannesdóttur tónlistarkennara hefur kórinn haldið marga tónleika hér á landi og erlendis. Kjörinn vettfangur fyrir þá sem vilja þjálfa raddböndin og taka þátt í skemmtilegu starfi.

Sindri1

Sindri

Eitt af elstu og öflugustu félagasamtökum á Hornafirði, hjá félaginu er að finna íþróttir fyrir alla, unga sem aldna. Starfsemi félagsins fer fram í Íþróttahúsi Heppuskóla, Íþróttahúsi Mánagarðs og á æfingarvöllum í sveitarfélaginu.

Skoða nánar

Sjálfstæðisfélag A-Skaft

Sjálfstæðisfélag

Félagsskapur Sjálfstæðismanna í sveitarfélaginu og fer starfsemi félagsins fram í eigin húsnæði sem er "Sjallinn" á Höfn. Virk og öflug starfsemi félagsins sér í lagi í kringum kosningar.

Skotfélag

Skotfélag Austur-Skaftfelssýslu

Fyrir þá sem hafa gaman að skotvopnum og skemmtilegum félagsskap þá er Skotfélagið rétti vettfangurinn. Verið er að vinna í því að koma upp æfingasvæði fyrir félagið.

Skógræktarfélag A-Skaftfellinga

Skógræktarfélag A-Skaftfellinga var stofnað 14. apríl 1952, af fulltrúum úr fimm hreppum sýslunnar, fyrir tilstuðlan Ungmennasambandsins Úlfljóts. Félagsmenn eru nú um 60. Formaður er Elín S. Harðardóttir.

Skoða nánar

Framtíðin

Slysavarnadeildin Framtíðin

Framtíðarkonurnar sem taka þátt í starfsemi slysavarnadeildarinnar hafa styrkt samfélagið með öflugri starfssemi sem hefur falið í sér að láta gott af sér leiða og vera tilbúnar á örlagastundum sem bakhjarlar ásamt því að miðla boðskap til að fyrirbyggja slys.

Laxá í Nesjum

Stangveiðifélag Hornafjarðar

Stórir laxar í einni af skemmtilegustu laxám landsins er framkvæmd félagsins sem m.a. hefur byggt upp Laxá í Nesjum með því að sleppa í hana laxaseiðum en auk þess þá hefur félagsskapurinn staðið að námskeiðum í flugutækni. Félag sem á eftir að láta mikið að sér kveða á komandi árum.

Máni

Ungmennafélagið Máni

Ungmennafélagsandinn er það sem hefur einkennt starfssemi Mána sem hefur byggt upp margan einstaklinginn í gegnum árin. Starfsemin hefur að mestu farið fram á Mánavelli í Nesjum en þar er einnig glæsilegt íþróttahús.


 

TungumálÚtlit síðu:

Himnaríki á jörð (@Skaftafell) Grásleppuveiðar Í nýju sundlauginni