Tekinn tali

Hér eru menn búnir að gera sér grein fyrir að náttúran er fjöreggið

Á meðal þeirra fyrirtækja, stofnana og félaga sem fengið hafa inni í Frumkvöðlasetrinu í Nýheimum er Ferðamálafélag Austur-Skaftafellssýslu. Þótt félagar þess telji ekki eftir sér að sinna ýmsum viðvikum í sjálfboðavinnu kom samt upp sú staða að umsvifin væru orðin það mikil að ráða þyrfti starfsmann tímabundið til að ljúka verkefnum sem ekki geta beðið betri tíma. Sá sem um ræðir heitir Árdís Erna Halldórsdóttir, hún er ferðamálafræðingur og fædd og uppalin hér á Höfn. Hornafjordur.is er sífellt að þefa uppi hvað helst er á döfinni á svæðinu og því var farið í heimsókn í Nýheima og Ásdís spurð út í starf hennar. (Sjá meira) Lesa meira

Ef draumar okkar rætast verður hér opnuð ein glæsilegasta sýning á landinu

Gísli Sverrir Árnason forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar sagði starfi sínu lausu í haust og hætti formlega um áramótin. Gísli segist þó starfa fyrir Menningarmiðstöðina út janúar. Við starfi Gísla tekur Hjalti Þór Vignisson forstöðumaður stjórnsýslusviðs Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Gísli ætlar að setjast á skólabekk og stunda nám fram á vorið en hann hefur tvo sl. vetur stundað fjarnámi með sinni vinnu og verið í meistaranámi í opinberri stjórnsýslu. Hvað svo tekur við er óráðið segir Gísli, en líklega mun fjölskyldan hugsa sér til hreyfings í sumar. Þegar hann var spurður um þá starfsemi sem hann er nú að yfirgefa og hvað honum væri efst í huga á þessum tímamótum sagði hann: Það sem fyrst kemur upp í hugann er að hafa haft samleið með góðu fólki, mínu samstarfsfólki og öllum Austur-Skaftfellingum. Mitt starf var þannig að ég hef þurft að hafa samskipti við flesta íbúana meira og minna. Lesa meira

Ferðamenn eru okkar stóriðja

Nýr formaður ferðamálafélags Austur Skaftafellssýslu er Guðrún Ingimundardóttir fædd og uppalin í uppsveitum Árnessýslu, kom árið 1975 til Hornafjarðar og ætlaði að vera eitt sumar en hún fór ekki til baka. Guðrún býr á Höfn ásamt eiginmanninum Þóri Snorrasyni og syninum Snorra Frey en þrjú uppkomin börn hennar eru í Reykjavík. Guðrún er kunnug flestu sem við kemur ferðaþjónustu á heimasvæðinu bæði sem blaðamaður og með vinnu sinni við ferðaþjónustu. Guðrún segir að þetta leggist vel í sig og hún er tilbúin að leggja sig alla fram í þessu nýja starfi. Ferðamál og öll þjónusta þeim tengd skipta okkur öll á þessu svæði miklu máli og því er tilvalið að taka nýkjörinn formann tali og spyrja um starfið, tildrög þess og hvað er framundan núna þegar ferðaþjónustuárið er að byrja. Lesa meira

Á Nýja Sjálandi lítur enginn tvisvar á mann þó labbað væri út í búð á náttförunum

Hera Hjartardóttir söngkona er löngu orðin landsfræg fyrir tónlist sína, söng og aðlaðandi framkomu. Hún var fulltrúi Íslands í vegavinnutónleikunumsem haldnir voru í Nýheimum 2.mars. Hera tók því vel að lofa okkur á hornafjordur.is að vita svolítið meira um hana sjálfa og að gömlum íslenskum sið var fyrsta spurningin: Hvaðan ertu? Foreldrar mínir bjuggu fyrst í Reykjavík en svo fluttum við til Nýja Sjálands þegar ég var 10 ára. Fyrst skruppum við þangað í stutt frí sem varð að 10 mánuðum og þegar við vorum komin heim aftur þráðum við mest að komast þangað aftur. Það var svo bara ákveðið að flytja út, búslóðinni pakkað og við fluttum til Nýja Sjálands. Það var mikið fyrirtæki að flytja þessa löngu leið og bara flugferðin tekur 24 tíma. Lesa meira

Tekinn tali

Árdís Erna Halldórsdóttir

Hér eru menn búnir að gera sér grein fyrir að náttúran er fjöreggið - 29.06.2005 Tekinn tali

Á meðal þeirra fyrirtækja, stofnana og félaga sem fengið hafa inni í Frumkvöðlasetrinu í Nýheimum er Ferðamálafélag Austur-Skaftafellssýslu. Þótt félagar þess telji ekki eftir sér að sinna ýmsum viðvikum í sjálfboðavinnu kom samt upp sú staða að umsvifin væru orðin það mikil að ráða þyrfti starfsmann tímabundið til að ljúka verkefnum sem ekki geta beðið betri tíma. Sá sem um ræðir heitir Árdís Erna Halldórsdóttir, hún er ferðamálafræðingur og fædd og uppalin hér á Höfn. Hornafjordur.is er sífellt að þefa uppi hvað helst er á döfinni á svæðinu og því var farið í heimsókn í Nýheima og Ásdís spurð út í starf hennar. (Sjá meira) Lesa meira
Gísli Sverrir Árnason

Ef draumar okkar rætast verður hér opnuð ein glæsilegasta sýning á landinu - 15.01.2005 Tekinn tali

Gísli Sverrir Árnason forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar sagði starfi sínu lausu í haust og hætti formlega um áramótin. Gísli segist þó starfa fyrir Menningarmiðstöðina út janúar. Við starfi Gísla tekur Hjalti Þór Vignisson forstöðumaður stjórnsýslusviðs Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Gísli ætlar að setjast á skólabekk og stunda nám fram á vorið en hann hefur tvo sl. vetur stundað fjarnámi með sinni vinnu og verið í meistaranámi í opinberri stjórnsýslu. Hvað svo tekur við er óráðið segir Gísli, en líklega mun fjölskyldan hugsa sér til hreyfings í sumar. Þegar hann var spurður um þá starfsemi sem hann er nú að yfirgefa og hvað honum væri efst í huga á þessum tímamótum sagði hann: Það sem fyrst kemur upp í hugann er að hafa haft samleið með góðu fólki, mínu samstarfsfólki og öllum Austur-Skaftfellingum. Mitt starf var þannig að ég hef þurft að hafa samskipti við flesta íbúana meira og minna. Lesa meira
Guðrún Ingimundardóttir

Ferðamenn eru okkar stóriðja - 25.03.2004 Tekinn tali

Nýr formaður ferðamálafélags Austur Skaftafellssýslu er Guðrún Ingimundardóttir fædd og uppalin í uppsveitum Árnessýslu, kom árið 1975 til Hornafjarðar og ætlaði að vera eitt sumar en hún fór ekki til baka. Guðrún býr á Höfn ásamt eiginmanninum Þóri Snorrasyni og syninum Snorra Frey en þrjú uppkomin börn hennar eru í Reykjavík. Guðrún er kunnug flestu sem við kemur ferðaþjónustu á heimasvæðinu bæði sem blaðamaður og með vinnu sinni við ferðaþjónustu. Guðrún segir að þetta leggist vel í sig og hún er tilbúin að leggja sig alla fram í þessu nýja starfi. Ferðamál og öll þjónusta þeim tengd skipta okkur öll á þessu svæði miklu máli og því er tilvalið að taka nýkjörinn formann tali og spyrja um starfið, tildrög þess og hvað er framundan núna þegar ferðaþjónustuárið er að byrja. Lesa meira
Hera

Á Nýja Sjálandi lítur enginn tvisvar á mann þó labbað væri út í búð á náttförunum - 07.03.2004 Tekinn tali

Hera Hjartardóttir söngkona er löngu orðin landsfræg fyrir tónlist sína, söng og aðlaðandi framkomu. Hún var fulltrúi Íslands í vegavinnutónleikunumsem haldnir voru í Nýheimum 2.mars. Hera tók því vel að lofa okkur á hornafjordur.is að vita svolítið meira um hana sjálfa og að gömlum íslenskum sið var fyrsta spurningin: Hvaðan ertu? Foreldrar mínir bjuggu fyrst í Reykjavík en svo fluttum við til Nýja Sjálands þegar ég var 10 ára. Fyrst skruppum við þangað í stutt frí sem varð að 10 mánuðum og þegar við vorum komin heim aftur þráðum við mest að komast þangað aftur. Það var svo bara ákveðið að flytja út, búslóðinni pakkað og við fluttum til Nýja Sjálands. Það var mikið fyrirtæki að flytja þessa löngu leið og bara flugferðin tekur 24 tíma. Lesa meira
Vilborg Einarsdóttir

Ég hef tekið á móti 720 börnum - 31.01.2004 Tekinn tali

Vilborg Einarsdóttir ljósmóðir á Höfn, sem flestir þekkja best sem Boggu ljósu, á að baki farsælan starfsferil sem ljósmóðir einnig vann hún lengi á heilsugæslustöðinni þau störf sem hjúkrunarfræðingar vinna núna ásamt mæðra og ungbarnaeftirliti. Vilborg hætti störfum 2001 og helgar sig núna eiginmanninum Helga Hálfdánarsyni og fjölskyldunni allri. Vilborg tók vel í að svara nokkrum spurningum um hvaðan hún væri, um starf hennar og af hverju hún hafi kosið sér þetta að lífsstarfi. Lesa meira
Mica bendir á Hofsós

Ég gleymdi að segja þér eitt í viðbót - 22.01.2004 Tekinn tali

Miralem Haseta eða Mica eins og við köllum hann daglega hefur búið á Hornafirði ásamt konu sinni, Milina Haseta og börnunum Alen og Maríu Selmu í rúm fjögur ár. Mica sagði að þau væru mjög ánægð hérna, búin að kaupa okkur hús og koma okkur vel fyrir. Upphaflega kom ég til landsins 4. apríl árið 1992 sem knattspyrnumaður og var fyrst á Hofsós í tvö ár. Þaðan lá leiðin til Siglufjarðar ennþá sem knattspyrnumaður og bjuggum við þar í 6 ár. Okkur líkaði vel á báðum þessum stöðum en veturnir voru ansi erfiðir og var það aðalástæðan fyrir því að við fluttum frá Siglufirði. Lesa meira
Björn Arnarsson

Ég hef alltaf verið veiðimaður - 05.01.2004 Tekinn tali

Sá fyrsti sem tekinn er tali á nýju ári er Björn Arnarson frá Reynivöllum í Suðursveit nú safnvörður hjá Menningarmiðstöð Hornafjarðar. Björn er manna fróðastur um fugla og því var fyrsta spurningin: Hvenær fékkstu áhuga fyrir fuglum og fuglaskoðun? “Ég held að það hafi byrjað strax þegar ég var smá gutti eða frá því ég man fyrst eftir, við vorum í nágrenni við þá Kvískerjabræður og svo var Magnús Magnússon kvikmyndagerðarmaður oft heima og hann var að fylgjast með fuglum og allt þetta smitaði vel út frá sér”. Lesa meira
Gunnar Hermannsson

Jólaseríurnar fóru að koma upp úr 1960. - 24.12.2003 Tekinn tali

Gunnar Hermannsson er Hornfirðingur í húð og hár og átti hann heima í Hlíðarenda ásamt foreldrum sínum og fjórum systkinum. Þó mikið sé að gera hjá honum í jólaösinni í Byggingarvörudeild KASK sem hann stýrir þá gaf hann sér tíma í smá spjall. Hvernig var jólaundirbúningurinn þegar þú varst smástrákur hér á Höfn? “Það var afskaplega ólíkt því sem er í dag” segir Gunnar sem er fæddur 1942 “það var ekki þessi voðalega mikla lýsing eins og nú er orðið. Það hefur líklega verið um 1960 að jólaseríur fóru að koma í glugga hér og síðan hefur þeim fjölgað jafnt og þétt. Fólk lifði svo allt öðruvísi þá en nú og ég held að tilhlökkunin til jólanna hafi ekki verið minni.” Lesa meira
Ludwig H. Gunnarsson (Lúlli)

Ætlaði aðeins að búa hér í eitt ár. - 15.12.2003 Tekinn tali

Ludwig H. Gunnarsson (Lúlli) húsgagnasmíðameistari þekkjum við sem verslunarstjóra Esso Vesturbraut, karlakórs- og Kiwanismann, sjáum hann oft í heilsubótargöngu um götur bæjarins, hann er sá sem hefur verið í forsvari fyrir sölu á flugeldum fyrir Björgunarsveitina og síðast en ekki síst þá er hann maðurinn hennar Guðrúnar Jónsdóttur (Gunnu Jóns) á bæjarskrifstofunum. Lesa meira

 

TungumálÚtlit síðu:

Mica bendir á Hofsós Ludwig H. Gunnarsson (Lúlli) Gunnar Hermannsson Hera