Júní

Slökkviliðsmenn í Öræfum

Tankbíll til skökkviliðsins í Öræfum

Slökkviliðið í Öræfum hefur fengið til afnota 16.000 lítra tankbíl með 1.200 lítra lausri mótordrifinni dælu. Steinþór Hafsteinsson slökkviliðsstjóri á Höfn færði slökkviliðsmönnum í Öræfum bílinn. Gunnar Sigurjónsson slökkviliðsstjóri í Öræfum og menn hans æfðu sig svo á bílinn, dælu og búnað undir handleiðslu Steinþórs.

Lesa meira
Brúin yfir Hornafjarðarfljót

Einbreiðum brúm fækkar .

Einbreiðum brúm á leiðinni Hornafjörður Reykjavík fækkar um þrjár á þessu ári en alls eru þær 24. Þær brýr sem teknar verða í notkun fyrir næstu áramót eru: Þjórsárbrú, brú yfir Klifanda og Skaftá. Í Lóni verða Hlíðará og Össurará settar í hólka. Eftir verða fimm einbreiðar brýr frá Hvalnesi að Almannaskarði. Vonir standa til að byrjað verði á Almannaskarðs-göngunum fyrir jól.

Lesa meira
Hólmsá við Skinneyjarhöfða

Björgunarsveitin vill vegasamband á Suðurfjörur

Björgunarsveitarmenn á Hornafirði hafa haft til skoðunar aðstæður við Hólmsá á Mýrum með tilliti til ef slys yrði eða annað óhapp við fjörurnar eða ósinn svo hægt væri að koma tækjum og búnaði sem þyrfti að nota ef slys eða annað óhapp yrði við fjörurnar eða ósinn

Lesa meira
Veiðidagur fjölskyldunnar

Veiðidagur fjöldkyldunnar.

Stangveiðifélag Hornafjarðar ásamt Sigurði og Jóhönnu í Stórulág í Nesjum stóðu fyrir veiðidegi fjölskyldunnar við Þveitina fyrir stuttu þar sem öllum sem vildu var boðið að koma með veiðistöngina og renna fyrir silung. Veður var blítt en sólarlaust og margir brugðu skjótt við og mættu á staðinn með veiðistöngina.

Lesa meira

 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)