Júlí

Við minnisvarða Jack Ives

Fyrir 50 árum í Skaftafelli

Nýlega var haldin minningarathöfn við Skaftafellsjökul og settur upp minnisvarði um tvo breska stúdenta sem fórust á Öræfajökli 1953. Það er Íslandsvinurinn Dr.Jack D.Ives sem lét setja upp þennan minnisvarða um tvo félaga sína sem fórust í rannsóknarleiðangri á Öræfajökli 1953.Viðstaddir athöfnina,ásamt fleirum, voru fjölskylda Dr. Jack ásamt fimm félögum hans úr leiðangrinum forðum. Lesa meira
Komið að Þórisdal

Skoðunarferð að Þórisdal í Lóni

Þann 29. júlí fóru 11 hressir krakkar í eyðibýlaskoðn á vegum Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar. Leiðsögumaður var Sigurður Hannesson safnvörður. Ekið var að Þórisdal í Lóni og merkir staðir á leiðinni skoðaðir eða saga þeirra sögð. Veður var eins og á sönnum sumardegi 20° C og sólskin. Í Þórisdal var oft margbýlt á fyrri öldum en Jökulsá eyddi miklu gróðurlendi, þar á meðal túni svo búsetuskilyrði rýrnuðu mikið en mest urðu þau landsspjöll á fyrri hluta 18. aldar. Lesa meira
Þátttaka í ljósmyndakeppni Sparisjóðsins

Ljósmyndakeppni Sparisjóðanna

Í sumar efna sparisjóðirnir til ljósmyndakeppni fyrir þá krakka sem eru félagar í Króna og Krónu og Speki klúbbunum. Króna og Króni er klúbbur fyrir krakka upp að sjö ára aldri. Speki er nýr klúbbur Sparisjóðsins fyrir krakka á aldrinum 8-11 ára sem finnst gaman að spegúlera í öllum heimsins ráðgátum og vilja hafa fjármálin sín á hreinu og snemma beygist krókurinn að því sem verða vill og því eins gott að hafa peningamálin á hreinu. Lesa meira
Þurfa Sindraskvísurnar að taka meistaraflokk í kennslu

Meistaraflokkur til slátrunar

Það var á glæsilegum leikvangi Fjölnismanna sem algerlega andlaust lið Sindramanna sem mætti til sláttrunar. Fjölnir tók strax öll völd á vellinum og voru búnir að eiga nokkur góð færi áður en þeir skoruðu á 24 mín. eftir varnarmistök. Fjölnismenn héldu áfram að ráða gangi leiksins og voru líklegri, en það voru Sindramenn sem skoruðu gegn gangi leiksins. Heiðar skoraði af stuttu færi eftir fyrirgjöf Jóns Eiríkssonar á 35 mín. Það sem eftir lifði fyrri hálfleiks sýndi liðið smá lífsmark en án þess að valda nokkrum vandræðum fyrir Fjölnismenn. Lesa meira

 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)