Ágúst

Bílvelta á Austurfjörum

Bílvelta á Austurfjörum

Lítill fólksbíll valt á veginum á Austurfjörum á föstudagskvöldið. Bíllin fór tvær veltur og stöðvaðist á toppnum. Í bílnum voru fjórir ungir menn og aðeins ökumaðurinn hlaut minni háttar skurði sem gert var að á heilsugæslustöðinni. Ökumaður og farþegi í framsæti voru í beltum og er ekki vafi á að beltin hafa bjargað því að ekki fór verr. Að sögn farþega var orsök slyssins of hraður akstur miðað við aðstæður þannig að ökumaður missti stjórn á bílnum. Lesa meira
Þær eru samt lang flottastar

Sindri silfurlið í 1. deild kvenna

Í dag léku til úrslita í 1. deild kvenna Sindri og Fjölnir. Leikurinn fór fram á Hvolsvelli við ágætar aðstæður. Hvorugu lið tókst að setja mark í venjulegum leiktíma en þrátt fyrir það þá var leikurinn hin besta skemmtun. Í framlengingu gekk hvorki né rak, fínn bolti, góð skemmtun en engin mörk. Þá var komið að vítaspyrnukeppni og þar voru Fjölnisstelpur sterkari og lauk leiknum 3 – 2. Sindraskvísur eru því silfurlið 1. deildar sem er glæsilegur árangur. Til hamingju stelpur. Lesa meira
Unnsteinn Guðmundsson og Gunnar Ágeirsson ásamt Sigurjóni  Þ. Árnasyni bankastjóra

Landsbankastjórar heimsækja útibúið á Hornafirði.

Eins og fram hefur komið hafa miklar breytingar verið gerðar í húsnæði útibús Landsbankans á Hornafirði. Í tilefni þess að þetta gerbreytta afgreiðslupláss er tilbúið og það formlega tekið í notkun bauð Landsbankinn Hornfirðingum að koma í dag þiggja veitingar og skoða aðstöðuna. Mættir voru á staðinn bankastjórar og stjórnendur Landsbankans og lýstu þeir ánægju sinni yfir hvað vel hafði til tekist með breytingarnar. Lesa meira
Gamli góði Sindrabær

Fer bíóið aftur í gang?

Í vor sem leið hættu einstaklingar sem til nokkurra ára höfðu rekið bíóið í Sindrabæ af miklum dugnaði rekstrinum. Hljótt hefur verið yfir bíóinu síðan en nú hefur sveitarfélagið ákveðið að auglýsa eftir áhugasömu fólki til að taka að sér rekstur bíósins í Sindrabæ. Vonandi verður þess ekki langt að bíða að starfssemin fari aftur í fullan gang og líf og fjör færist á ný í bíósalinn. Lesa meira

 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)