September

Ragnheiður og Berglind ásamt Páli Óskari

Hornfirðingar á Skjáeinum

Annað kvöld á Skjáeinum (miðvikudagur 1. október) verður í þættinum Fólk með Sirrý sýndur fatnaður frá Félagi meistara og sveina í fataiðn, en félagið er að verða sextugt um þessar mundir. Meðal þeirra sem fram koma í þættinum er hornfirðingurinn Ragnheiður Hrafnkelsdóttir, sem sýnir fatnaði hannaðan af sér og samstarfskonu sinni Berglindi Ómarsdóttir. Eitt af módelum Ragnheiðar er faðir hennar Hrafnkell Ingólfsson. Þær stöllur sem báðar eru með sveinspróf í klæðskurði og kjólaklæðskurði reka saman fyrirtækið Kjóll og klæði sem er til húsa að Tryggvagötu 12. Fyrirtækið stofnuðu þær í júní s.l. og þar bjóða þær upp á sérsaum, hönnun, breytingar og fleira. Lesa meira
Flekinn dreginn yfir Breiðá

Fé ferjað á fleka

Bændur í Öræfum fóru í göngur í Breiðamerkurfjall sl. laugardag og var það önnur ferðin þangað í haust. Um 240 kindur voru á fjallinu í sumar. Í fyrri ferðinni hrepptu gangnamenn hið versta veður og urðu frá að hverfa án þess að geta lokið smölun og urðu um 50 kindur eftir. Á laugardaginn var veður eins og það best verður á haustdegi og í birtingu lögðu sjö gangnamenn af stað í leitirnar. Þeir áætluðu að vera komnir niður að réttinni við Breiðá uppúr hádegi en ekki gekk það eftir og var ekki komið í réttina með síðasta hópinn fyrr en milli kl.18 og 19. Erfiðlega gekk að ná kindunum saman því þær voru ekki á því að yfirgefa fjallaparadísina strax og eftir mikil hlaup og langar göngur tókst að koma 23 kindum í réttina við ána. Þrjár kindur syntu yfir Breiðána langt neðan við ferjustaðinn og tókst að handsama þær þar. Lesa meira
Bíóstjórinn Gunnar Ingi

Kvikmyndasýningar að nýju í Sindrabæ

Gunnar Ingi Valgeirsson hefur tekið rekstur Sindrabíós á leigu. Gunnar Ingi sagði að samningurinn sé til þriggja mánaða til að byrja með, en að þeim tíma liðnum ætti að vera komið í ljós hver rekstarmöguleikinn er. Í byrjun er reiknað með að sýningar verði aðra hverja viku, en það ræðst líka af viðbrögðum Hornfirðinga, ef þeir verða duglegir að mæta í bíó þá fjölgar örugglega sýningunum. Ég stefni á að hafa eins mikið af barnamyndum og mögulegt er, en það eru myndirnar sem erfiðast er að fá sagði Gunnar Ingi að lokum. Lesa meira
Lionskonur og Áslaug við hluta af gjöfunum

Höfðingleg gjöf til HSSA

Lionsklúbburinn Kolgríma færði fæðingardeild Heilbrigðisstofnunar Suðausturlands höfðinglega gjöf í dag. Það var Áslaug Íris Valsdóttir ljósmóðir sem veitti gjöfinni viðtöku fyrir hönd HSSA og þakkaði lionskonum fyrir góðan stuðning við stofnunina. Gjöfin innihélt m.a. sogtæki sem ekki hefur verið til á fæðingardeildinni og eykur tækið mikið á öryggið ef eitthvað er að, fullkominn sjálfvirkan blóðþrýstingsmælir, einnig blóðþrýstingsmælir til að lána konum heim þannig að þær geti mælt sig heima í rólegheitunum með töluvert mikilli nákvæmni, 7 hlustunarpípur bæði barna og fullorðins og fl. Lesa meira

 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)