Október

Æfingin skapar meistarann

Bókun vegna líkamsræktarstöðva

Undanfarið hefur töluverð umræða verið hér í samfélaginu í tengslum við líkamsræktarstöðvar á Hornafirði. Á bæjarstjórnarfundi sem haldin var í gær, fimmtudag var eftirfarandi bókað eftir Ingu Jónu Halldórsdóttir settum bæjarstjóra um aðdraganda og stöðu mála í tengslum við líkamsræktarstöðvarnar. Lesa meira
Bræðslan í Óslandi

Meira brætt en í fyrra

Búið er að bræða 2500 tonn af síld hjá Fiskimjölsverksmiðjunni Skeggey ehf frá því að lokið var breytingum í verksmiðjunni í byrjun október. Þetta er nokkru meira en búið var að bræða á sama tíma í fyrra. Björn Traustason verksmiðjustjóri segir að breytingar og skipti á vinnslubúnaði verksmiðjunnar hafi tekist mjög vel og verkið tekið mun styttri tíma en ætlað var. Lesa meira
Laufey Sigurðardóttir og Páll Eyjólfsson

Ljúfir sunnudagstónleikar

Sunnudaginn 2. nóvember kl. 2 e.h. munu Laufey Sigurðardóttir, fiðluleikari og Páll Eyjólfsson, gítarleikari, koma fram á tónleikum í Nýheimum, Höfn í Hornafirði. Á tónleikunum leika þau m.a. lög eftir Sigfús Halldórsson, sem Páll hefur umritað fyrir fiðlu og gítar og einnig verður forvitnilegt að heyra píanóverk eftir Chopin útsett fyrir þessi hljóðfæri af Páli. Laufey og Páll hafa starfað saman frá árinu 1986. Þau hafa haldið tónleika víðs vegar um landið sem og erlendis og gert upptökur fyrir útvarp og sjónvarp. Lesa meira
Þau sjá um veitingahúsið

Mikið um að vera í Hafnarskóla

Í dag fimmtudag og á morgun föstudag verða öðruvísi dagar í Hafnarskóla. Yfirskrift daganna er “Vinátta og virðing”. Á vinadögum verður unnið með ábyrgð nemendanna sjálfra á því sem þeir taka sér fyrir hendur. Nemendur munu taka þátt í hópavinnu og er boðið upp á 16 mismunandi hópa. Í hádeginu í dag er síðan afrakstur morgunsins til sýnis fyrir foreldra og aðstandendur. Starfræktur verður lítill matsölustaður í hádeginu þar sem hægt verður að fá súpu og brauð á vægu verði. Milli kl. 13 og 14 í dag eru eldri borgarar boðnir sérstaklega velkomnir í skólann. Lesa meira

 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)