Nóvember

Jólatrén skarta sínu fegursta

Nú geta hornfirðingar fellt sín jólatré sjálfir

Sunnudaginn 14. desember gefst Hornfirðingum kostur á að fara í skógræktarsvæðið inni í Haukafelli velja sér jólatré og fella það sjálfir. Rannveig Einarsdóttir svæðisstjóri hjá Suðurlandsskógum segir að búið sé að merkja þau tré sem megi höggva og sé þau frá hálfum metir uppí fjögurra metra há. Þetta er sitkagreni og stafafura einnig verður hægt að fá bæði furu og birkigreinar. Ekki er búið að ákveða verð á trén ennþá en það verður í samræmi við markaðsverð á jólatrjám. Lesa meira
Unnið við stækkun á vélasal

Stækka vélasal

Nú er unnið við stækkun á vélasal Skinney-Þingness og að þeirri framkvæmd lokinni færast frystivélarnar sem staðsettar hafa verið í gámum við hráefnistankana í hús. Eftir flutninginn verða vélarnar keyrðar með rafmótorum í stað díselvéla. Áætlað er að verkinu ljúki í vor og er aðalverktaki við bygginguna Sveinn Sighvatsson. Lesa meira
Sólsetur

Hálkan á undanhaldi

Hálkan sem hefur verið að hrella ökumenn á Hornafirði síðustu daga er heldur á undanhaldi. Reynir Gunnarsson hjá Vegagerðinni sagði að þokkaleg færð væri suðurum að Kirkjubæjarklaustri. Þar fyrir sunnan er mun meiri hálka. Mikil hálka er í Lóni. Að sögn Lögreglunnar á Höfn hafa ekki orðið óhöpp vegna hálkunnar utan bílveltu sem varð í Öræfum á þriðjudagskvöld. Lesa meira
Ármann Smári

Ármann Smári á toppnum

KSÍ hefur uppfært og gefið út afreksstuðla leikmanna. Einn Hornfirðingur, Ármann Smári Björnsson sem nú er leikmaður FH er í stuðli 7, sem er næst hæsti stuðulinn og samkvæmt því er kappinn metin á 490.000 kr. Ármann er þarna í góðum félagsskap og má t.d. nefna Ólaf Örn Bjarnason, Grindavík, Julian Johnsson, ÍA, Helga Val Daníelsson, Fylki, Hauk Inga Guðnason, Fylki og Gunnlaug Jónsson, ÍA. Engin leikmaður fellur undir stuðulinn 10 og er Ármann Smári því í hópi ellefu leikmanna sem bera hæsta félagsskiptagjaldið á Íslandi. Lesa meira

 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)