Desember

Áramótabrennan 2003

Kveikt í áramótabrennunni kl. 20:30 (frestað)

Unglingadeildin ásamt félögum í Björgunarfélagi Hornafjarðar hafa safnað saman í brennuna sem er inn við Mjólkurstöð á sama stað og í fyrra og er hún álíka vegleg og þá. Þeir nutu aðstoðar frá Guðna Karls og Nonna Páls við að flytja efnið á brennuna sem kom víða að og m.a. frá Skinney-Þinganes, brettaverksmiðjunni og voru tré úr skógi Einars Hálfdánar einnig sett á brennuna. Enginn brennukóngur hefur verið ráðinn eftir að Árni Vignison heitinn sá um það starf. Lesa meira
Shellskálinn rifinn

Shellskálinn rifinn

Í dag var hafist handa við að rífa Shellskálann við Hafnarbraut og sér Rósaberg um framkvæmdina. Shellskálinn hefur í gegnum tíðina þjónað Hornfirðingum sem söluskáli og veitingastaður og eiga margir góðar minningar þaðan, bæði í starfi og leik. Shellskálinn sem var í eigu Skeljungs hefur ekki hýst neina starfssemi s.l. þrjú ár og hefur á þeim tíma alls ekki verið nein bæjarprýði, þar sem hann stendur við aðalgötuna, enda ekkert verið hirt um húsið og því löngu orðið tímabært að fjarlægja það. Lesa meira
Jólatrén skarta sínu fegursta

Jóla-fréttir frá Hornafirði

Hornfirðingar hafa átt friðsöm og slysalaus jól að því best er vitað og að sögn lögreglu hafa engin umferðaróhöpp orðið. Veður hefur verið hið fegursta, dálítið frost og snjóföl á jörðu. Ólafur Sigurðsson í Svínafelli í Öræfum sagði að þar hafi verið smá snjóföl jóladagana svona rétt til að gera allt enn fallegra og jólaskreytingar í sveitinni aukast með hverju árinu. Lesa meira
Mikið að gera flugeldasölunni hjá Þórhildi Magnúsdóttur

Flugeldasalan fer vel af stað

Eins og heyra má á Höfn þá er byrjað að selja flugelda hjá Björgunarfélagi Hornafjarðar og alltaf nokkrir góður kaupendur sem skjóta upp “prufuflugeldum” sem lýsa skemmtilega upp nánasta nágrenni og minna okkur á að ármótin eru á næsta leiti. Búist er við mikilli sölu flugelda enda fer salan mjög vel af stað. Björgunarfélagið mun standa fyrir sýningu á gamlárskvöld eins og undanfarin ár og verður sýningin í ár ein þeirra stærstu sem Björgunarfélagið hefur haldið. Lesa meira

 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)