Janúar

Þjónustubyggingin á tjaldstæðinu

Þjónustubygging á tjaldstæði til sölu

Sveitarfélagið Hornafjörður hefur sett þjónustubygginguna við tjaldstæði Hafnar á söluskrá. Óskað er eftir tilboðum í eignina fyrir kl. 14:00 þann 18. febrúar n.k. Umræður um sölu á eigninni hafa komið upp á borðið mörg undanfarin ár og er núna verið að stíga skrefið til fulls og kanna hvort áhugi sé fyrir kaupum á húsinu. Sá aðili sem kaupir húsið mun sjá um rekstur tjaldstæðisins. Lesa meira

Metvertíð hjá Skinney-Þinganes

Heildaraflin hjá Skinney-Þinganes á síðustu síldarvertíð var tæp 20.000 tonn sem er mesti afli sem borist hefur til fyrirtækisins á einni vertíð. Mestur afli barst á land í nóvember, tæp 9.000 tonn og um miðjan desember voru komin á land rúm 18.000 tonn. Þrjú skip voru á síldveiðum, Ásgrímur Halldórsson sem bar á land 7.813 tonn, Jóna Eðvalds 7.284 tonn og Steinunn 4.835 tonn. Síldin sem veiddist var frekar smá og skyggir það aðeins á annars góða vertíð. Lesa meira
Jóna Eðvalds í heimahöfn

Bræla á loðnumiðunum

Ásgrímur Halldórsson SF-250 er væntanlegur til Hornafjarðar með um 110 tonn af loðnu og Jóna Eðvalds SF-200 er sömuleiðis á heimleið með um 430 tonn. Bræla er á miðunum fyrir austan land en veðurspá gerir ráð fyrir NV 18-23 m/s og éljagangi eða snjókomu, en 13-18 m/s í fyrramálið og hægari síðdegis. Það sem af er vertíðinni hefur mestur loðnuafli borist til Neskaupstaðar en Eskifjörður fylgir fast á hæla þeirra. Lesa meira
Borgþór einbeittur á svip

Ágætt atvinnuástand

Atvinnuástand á Hornafirði í upphafi nýs árs er mun betra en á sama tíma í fyrra ef mið er tekið af fjölda þeirra sem skráðir eru atvinnulausir hjá Vökli. Þorkell Kolbeins starfsmaður Vökuls stéttarfélags sagði að s.l. föstudag hefðu verið 30 einstaklingar skráðir atvinnulausir, á sama tíma í fyrra voru 55 á atvinnuleysisskrá. Það er því fækkun um 25 á milli ára. Atvinnuástandið er því þokkalegt og alltaf er eitthvað verið að auglýsa eftir fólki í vinnu sagði Þorkell. Lesa meira

 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)