Febrúar

Niðurrif gamla Essoskálans

Niðurrif hafið á gamla Esso-skálanum

Það var ekki mikið eftir af gamla Esso-skálanum við Vesturbraut eftir að Óli í Bóli var búinn að fara með gröfuna á hann. Sá gamli þurfti að víkja fyrir nýju byggingunni sem þar á að reisa og því var þetta nauðsynlegt. Ekki ólíklegt að nokkrir af áhorfendum að niðurrifinu í morgun hafi fellt tár enda gamli skálinn búinn að þjóna Hornafirðingum og ferðamönnum vel síðustu 30 árin. Búið er að setja upp söluskúr til bráðabirgðar ásamt olíutönkum og dælum á þvottaplaninu til að geta sinnt viðskiptavinum þar til nýja þjónustumiðstöðin verður tekin í notkun. Lesa meira
Stutt eftir í línuna

Landbrot við Jökulsá á Breiðamerkursandi

Vegna viðvarandi landbrots við Jökulsá á Breiðarmerkusandi hefur Landsvirkjun í samvinnu við Vegagerðina, um alllangt skeið, fylgst náið með breytingum sem verið hafa af völdum sjávargangs á svæðinu. Nú er svo komið að fjarlægð sjávarkambs að nærundirstöðu sjávar við stæðu nr. 241 í Prestbakkalínu 1 er komin niður í 25 m. en í mars 2002 var þessi sama fjarlægð 42 m. Með hliðsjón af þessari þróun hefur Landsvirkjun hafið undirbúning að færslu á línunni með því að óska eftir tilskyldum leyfum vegna hugsanlegra framkvæmda. Lesa meira
Kokkarnir í Freysnesi , bræður Benedikt og Andri Már ásamt syni Andra

Steingrímur J. veislustjóri á Góuhófinu

Öræfingar halda sitt árlega Góuhóf í Hofgarði í Öræfum 6.mars n.k. Níu manna nefnd sér um undirbúning þess. Skemmtiatriði verða að venju, fluttar gamanvísur um menn og málefni og rifjað verður upp það frásagnarverðasta frá liðnu ári. Hvað matinn varðar þá er alltaf hlaðborð á góuhófum með safaríkum steikum og fjölbreyttu meðlæti að hætti þeirra Freysnesbræðra, Benedikts og Andra Jónssona en þeir hafa séð um Góu-hlaðborðið síðustu fimm árin. Fyrir dansinum leikur hljómsveitin Nefndin. Veislustjóri verður Steingrímur J. Sigfússon. Lesa meira
Hestar í girðingu við Stekkhól (Mynd Sigfús Már)

Vetrarmót Hornfirðings um helgina

Mikil gróska er hjá hestamönnum í Hornafirði núna og stefnir Hestamannafélagið Hornfirðingur á að halda vetrarmót í opnu tölti nk. sunnudag. Mótið hefst kl. 14 niður við Stekkhól og verður keppt í flokki barna 12 ára og yngri, flokki unglinga 13-16 ára, kvennaflokki, karlaflokki, og heldrimanna/kvenna flokki og er aldurstakmarkið þar 50 ára. Skráning er á staðnum í alla flokka og er skráningargjaldið kr. 500, nema í barnaflokk þar sem það er ókeypis. Mótið fer fram á beinni braut, það er riðið er í aðra áttina á hægu tölti en til baka með frjálsri ferð. Ef veðrið helst óbreitt verður mótið haldið á ís. Lesa meira

 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)