Mars

Gamli Olísskálinn rifinn

Gamli Olísskálinn rifinn

Núna er verið að brjóta niður gamla Olísskálann við Hafnarbraut eða BP eins og hann var kallaður hér áður fyrr en síðan verður hreinsað til á planinu. Þessi skáli sem verið er að rífa var byggður 1964 og var Jón Rafnkelsson fyrsti umboðsaðili þar. Síðan höfðu fjórir aðilar annast afgreiðslu Olís á þessum stað þar til Haukur og Ásdís tóku við umboði Olís 1988 og hafa síðan rekið staðinn af myndarskap þó húsakosturinn hafi löngu verið kominn á tíma. Lesa meira
Guðný ánægð með breytingarnar

Lónið stækkar

Þegar verslunin Lónið opnaði s.l. mánudag hafði verslunin stækkað til muna frá því að síðustu viðskiptavinirnir gengu út á laugardaginn því um helgina var verslunin stækkuð um 25 fermetra og er aðstaðan öll hin glæsilegasta bæði björt og rúmgóð. Það eru hjónin Guðný Helgadóttir og Hákon Gunnarsson sem eiga og reka verslunina. Guðný sagði að rekstur verslunarinnar hefði gengið mjög vel í gegnum árin en uppistaðan í rekstrinum er alhliða fataverslun, en einnig seljum við ljós, rafmagnstæki, úr og ýmsa smávöru. Lesa meira
Davíð Sveins. og lúðan góða (mynd:Gísli Örn Reynisson)

Lúða var það heillin

Vetrarvertíð er nú í fullum gangi, en ekki hefur verið neinn óhemju kraftur í veiðum netabáta undanfarið. “Menn hafa getað hvílst þokkalega á milli túra” sagði einn glaðbeittur sjóari af yngri kynslóðinni í gær. Á þriðjudaginn voru vertíðarbátar að landa flestir um og yfir tíu tonnum hver. Áhöfnin á Hafdísi fékk þó skemmtilegan glaðning í netin í gær, en þar var á ferðinni lúða sem vóg 129 kíló. Þetta var mikill happadráttur sem sýnir og sannar að það er líf í strákunum á Hafdísinni. Nú verður spennandi að fylgjast með hvort unglingarnir á Hafdísinni haldi sínu striki og innbyrði fleiri lúður á vertíðinni. Lesa meira
Eitt af skiltunum góðu

Sýnt í Nýheimum

Í kjölfar sameiginlegra þemadaga Nesja- og Hafnarskóla í síðustu viku hefur hluti af sýningunni sem var í Mánagarði verið færður í Nýheima. Sýningin verður uppstilt í Nýheimum fram á föstudag og er því kjörið tækifæri fyrir þá sem ekki komu í Mánagarð að kíkja við og sjá vinnu nemenda. Í vikulok er stefnt að því að dreifa bæklingum á öll heimili í sýslunni þar sem kemur fram hvar hægt er að losa sig við ýmislegt til eyðingar eða endurnýtingar. Lesa meira

 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)