Apríl

Næstum alltaf sól og blíða á Höfn

Sól, sól skín á mig

Ekki hefur sólin leikið við Hornfirðinga í dag, en auðvitað eru menn ekki að gera neitt veður út af því og taka þessu með Skaftfellskri hógværð, vitandi það að sólin er aldrei langt í burtu þegar Hornafjörður er annars vegar. Hitinn hefur verið ágætur eða um 10° og rigning eða súld mestanpart dags. Veðurútlit næstu dagana er kannski ekki eins og flestir hefðu óskað sér, en það er nú einu sinni þannig að ekki geta allar óskir mannanna ræst og sem betur fer á það sama við um veðurspár, þær ganga ekki alltaf eftir. Á morgun er gert ráð fyrir vestan 8 – 13 m/s og léttskýjuðu en heldur hægari er líður á daginn og hiti á bilinu 8 – 13 stig. Ekki alslæmt og fánar ættu að blakta vel á alþjóðabaráttudegi verkafólks. Lesa meira
Skinney-Þinganes

Skinney-Þinganes skilaði 480 milljóna króna hagnaði árið 2003

Samkvæmt ársreikningi Skinneyjar-Þinganess hf. fyrir árið 2003 skilaði fyrirtækið 480 milljóna króna hagnaði eftir skatta á árinu, en hagnaður var 673 milljónir árið 2002. Hagnaður fyrir afskriftir var 679 milljónir sem svarar til 27,90% af rekstrartekjum, en var 28,66% á árinu 2002. Fjármagnsliðir voru jákvæðir um 8 milljónir í stað 307 milljóna árið áður. Rekstrartekjur á árinu voru 2.432 milljónir á móti 2.572 milljónum árið 2002. Veltufé frá rekstri lækkar á milli ára úr 699 milljónum í 539 milljónir, og er 22,16% af tekjum. Eiginfjárhlutfall hækkar úr 25,65% í 32,64% en eigið fé félagsins jókst á sama tíma úr 1.661 milljónum í 2.165 milljónir. Lesa meira
Glæsilegur árangur Sunddeildar Sindra

Komu heim með 26 verðlaunapeninga.

Á sumardaginn fyrsta fóru 15 krakkar frá sund-deild Sindra á sundmót sem Ungmennafélagið Neisti á Djúpavogi stóð fyrir í sinni glæsilegu sundlaug og bauð til sín keppendum frá Höfn og einnig voru þar líka krakkar frá Fáskrúðsfirði. Frá því nýja sundlaugin var tekin í notkun á Djúpavogi hefur mikil breyting átt sér stað á sundmenningunni þar. Sundæfingar eru þar reglulega og krakkar þaðan eru dugleg að taka þátt í sundmótum og standa fyrir sundviðburðum. Það er stutt frá því að segja að Hornfirsku börnin stóðu sig með sóma og komu með 26 verðlaunapeninga með sér heim Lesa meira
Veðrið lék við krakkana í ferðinni

Námsferð 6. og 7. bekkjar Hafnarskóla í Öræfin

Á þriðjudag og miðvikudag var 90 manna hópur úr Hafnarskóla í námsferð í Öræfunum. Þetta voru nemendur 6. og 7. bekkjar ásamt 10 starfsmönnum og var tíminn notaður í rannsóknir, leik og störf. Gist var í Hofgarði þar sem haldið var fótboltamót og kvöldvaka en þess utan dvaldi hópurinn í Skaftafelli. Í Skaftafelli er kjörin aðstaða til hverskonar útivistarfræðslu og náms auk þess sem mikilvægt er að kynna þjóðgarðinn vel fyrir nemendum. Lesa meira

 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)