Maí

Ingólfshöfði (Mynd Einar Sig.)

Útlendingar hrifnir að lundaskoðun í Ingólfshöfða

Skoðunarferðir í Ingólfshöfða eru mikil upplifun og þeim sem þangað fara hefur fjölgað ár frá ári. Sigurður Bjarnason í Hofsnesi byrjaði að fara með ferðafólkút í Ingólfshöfða árið 1991 og notaði og notar enn kerru aftan í dráttarvél til að flytja fólk út í höfðann. Sigurður og Einar sonur hans stofnuðu fyrirtækið Öræfaferðir sem núna er með 2 til 3 ferðir á dag, ef veður leyfir, út í Ingólfshöfða yfir ferðatímann. Þetta byrjaði í vor á föstudaginn langa og við erum búnir að fara nokkuð margar ferðir með fólk út í höfðann segir Sigurður og er það aðallega lundinn sem er skoðaður. Útlendingarnir sækjast eftir að skoða lundann um varptímann en þarna verpa um 50 þúsund lundapör. Geldfuglarnir (lundarnir) eru þessa dagana að koma í höfðann en þeir eru miklu seinna á ferðinni en varpfuglinn, þeir eru mikið gæfari svo hægt er að komast að þeim í svona meters færi. Sigurður segir að lundinn byrji ekki að verpa fyrr en hann er orðinn 5-8 ára, einu eggi hverju sinni, en talið er að lundar verði 40 til 60 ára gamlir Lesa meira
Pálína og Ólafur í Svínafelli við sundlaugina

Brjálað að gera í Svínafelli í Öræfum

Það er búið að vera brjálað að gera hér núna undanfarið sagði Ólafur Sigurðsson ferðaþjónustubóndi í Svínafelli í Öræfum, þegar hann var spurður frétta fyrir hvítasunnuhelgina. Svefnpokapláss í Svínafelli voru full og ætluðu flestir sem þar voru að freista þess að ganga á Hvannadalshnúk. Veðrið á laugardeginum mun þó hafa sett áætlun fjallgöngumanna úr skorðum því leiðinda veður var í austanverðri Öræfasveit og á leiðinni á Hvannadalshnúk hvasst og rigning en í Svínafelli og Skaftafelli var logn, sól og hiti. Lesa meira
Unnsteinn Guðmundsson trillukarl

Ánægðir með lögin um krókaaflamarkið

Veiði smábáta á Hornafirði hefur gengið þokkalega í vor og veiði verið allt frá litlu uppí gott, eins og Unnsteinn Guðmundsson trillukarl komst að orði þegar hann var spurður um fiskirí og hann segir að þetta sé heldur lakara en í fyrra. Unnsteinn segir að smábátasjómenn á Hornafirði séu ánægðir með nýju lögin um krókaaflamarkið. “Okkur líst vel á þetta og það eru flestir hér sem hafa verið með krókaaflamark nema eitthvað 3-4 sem verið hafa með sóknardagakerfi. Þeir komast þokkalega frá þessu og ég held að þetta komi betur út fyrir heildina. Það eru margir sem eru með þetta frá 30 til 70 tonna kvóta, misjafnt hvað menn hafa getað keypt sér kvóta”. Lesa meira
Skúta og sportbátur heiðruðu smábátahöfnina í morgun

Verður sól og verður blíða!

Nú þegar stór ferðamannahelgi gengur í garð er ekki úr vegi að líta á það sem veðurfræðingar landsins bjóða upp á. Það er öllum ljóst að veðurfræðingarnir stjórna líðan landans frá degi til dags og sumir hafa þá bjargföstu trú að þeir hreinlega stjórni veðrinu, sem er nú kannski svolítið ýkt. Í viku byrjun litu veðurkortin vel út fyrir okkur Hornfirðinga en er líða tók á vikuna breyttust þau hægt og hægt til verri vegar. Auðvitað eru veðurfræðingar ekki óskeikulir og við skulum vona að það rigni aðeins á nóttunni og við fyrsta hanagal brjótist sólin út úr skýjunum og allir uni ánægðir við sitt. Veðurstofan gerir ráð fyrir austlægri átt, 5-13 m/s og skýjað, hvassast vestantil og víða súld eða dálítil rigning síðdegis. Austan 8-13 og dálítil súld eða rigning í nótt og á morgun. Hiti 8 til 13 stig. Lesa meira

 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)