Júní

Hof í Öræfum  @Mats W

Þriðja árið sem Frost og funi reka ferðaþjónustuna á Hofi

Fyrir þrem árum keyptu hjónin Knútur Bruun og Anna Sigríður Jóhannsdóttir ásamt dóttur Önnu, Kristínu Kjartansdóttur, ferðaþjónustuna á Hofi í Öræfum með húsum og öllu tilheyrandi. Þetta er þriðja sumarið sem við rekum ferðaþjónustuna hér á Hofi og líkar vel og erum búin að taka hér allt í gegn segir Knútur. Búið er að endurnýja öll húsgögn í Hlöðunni, gamla þinghúsinu og sumarhúsunum og í þessum húsum eru 41 gistirúm, allt uppbúin rúm. Lesa meira
Anna Björg Guðmundsdóttir og Ingvi Sigurðsson í Skinney-Þinganes

Humar haldið lifandi til útflutnings

Það hefur farið lítið fyrir mjög merkilegu verkefni sem verið er að vinna hjá Skinney-Þinganes og í Frumkvöðlasetrinu á Höfn en það gengur út á að athuga hvort mögulegt er að veiða, geyma og flytja lifandi humar frá Hornafirði til markaðar í Evrópu á hagkvæman hátt. Hugmyndin kom upphaflega frá Frumkvöðlasetri Austurlands ehf., síðar komu Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins og Skinney- Þinganes hf. til samstarfs við verkefnið. Þetta verkefni hefur fengið styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna og AVS rannsóknasjóði í sjávarútvegi. Lesa meira
Sigurður prestur, Egill Jónasar, Brói, Siggi Hjalta og Ari Jóns

Engum málum vísað frá, þau eru leyst á staðnum

Fyrir um það bil tuttugu árum fóru nokkrir karlar á Hornafirði að hittast á laugardagsmorgnum á Hótel Höfn, borða morgunverð saman og ræða þjóðfélagsmálin. Laugardags-karlarnir hafa haldið sínu striki og mætt vikulega, en auðvitað hafa miklar mannabreytingar orðið á þessu tímabili, nokkrir flutt burtu og aðrir komið í staðinn. Ari Jónsson hefur verið fundarstjóri hjá okkur gegnum árin sagði Örn Arnarson, einn félaganna, og vísaði svo öllum fyrirspurnum til Ara sem tók því vel að upplýsa okkur um þá félaga. Lesa meira
Vika 27 - 28. júní 2004

Fylgst með stöðu á gangnagerð undir Almannaskarð

Vegagerð ríkisins hefur útbúið teikningar sem sýna stöðu á gangagerðinni undir Almannaskarð. Teikningarnar eru gerðar eftir upplýsingum sem berast frá eftirlitsaðila Vegagerðarinnar til Vegagerðarinnar í Reykjavík sem teikna myndina eftir þeim upplýsingum. Um leið og teikningin er klár þá birtist hún hér á vefnum undir “Forsíðu” samdægurs sem þýðir að nú geta áhugasamir um jarðgöngin fylgst með bæði hér á vefnum og á SkjáVarpi sem einnig birtir stöðu framkvæmdarinnar. Lesa meira

 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)