Júlí

Flytjendur

Einstakur hljómburður við Vötn í Lóni

Það var margt um manninn upp við Vötn í Stafafellsfjöllum seinnipartinn í dag en þar voru haldnir tónleikar í þessari einstöku náttúruperlu. Veðrið var upp á sitt besta, sól á himni og vatnið spegilslétt. Þessir tónleikar eru hluti af skipulagðri útivistar- og tónlistardagskrá sem þeir bræður í Stafafelli í Lóni halda nú um helgina. Þegar búið var að setja upp svið á vatnsbakkanum sem lá út í vatnið, tengja hátalarana og gera allt klárt til tónleikahaldsins tók Bogomil Font hljóðnemann og kynnti tónleikana. Rödd hans ómaði í fjöllunum og þegar byrjað spila mátti heyra að þessi staður hefur alveg einstakan hjómburð. Lesa meira
Örn Þór Þorbjörnsson Glófaxamaður

Öddi Þorbjörns skattakóngur Austurlands

Örn Þór Þorbjörnsson fyrrverandi skipstjóri og núverandi auðkýfingur er skattakóngur Austurlands. Hann greiðir tæpar 32 milljónir í opinber gjöld. Öddi sem er nýkominn úr útreið með Ingimar á Jaðri og Guðmundi Jónssyni þar sem þeir fór vítt og breitt um sveitarfélagið segist vera stoltur af því að fá að greiða svona mikið, hefði þó viðjað vera nær Björgólfi í upphæð. Örn ætlar að dvelja á sumarsetrinu sínu í Stafafellsfjöllum með konunni um Verslunarmannahelgina og taka þátt í hátíðarhöldunum sem þar verða og um leið halda upp á skattakóngstitillinn. Örn segist ætla að skjóta upp mikið af flugeldum á laugardagskvöldinu, miklu meira “flugeldasjó” en hjá Einari Birni á Jökulsárlóninu. Lesa meira
Matthew McGuigan matreiðslumeistari og Þorgils Þorgilsson hótelstjóri

Margir leggja leið sína á Hótel Vatnajökul

Hótel Vatnajökull sem er hluti af Fosshótelkeðjunni hefur nú verið opið síðan í maí og má segja að það sé fullbókað allt sumarið. Að sögn Þorgils Þorgilssonar hótelstjóra þá er mikill straumur af fólk sem leggur leið sína á hótelið, ekki bara til að gista heldur fara á veitingarstaðinn sem er á hótelinu og njóta útsýnisins sem staðurinn bíður upp á, bæði erlendir og íslenskir ferðamenn. Þetta er fyrsta árið sem Þorgils rekur hótelið og er matreiðslumeistarinn hjá honum Matthew McGuigan sem kemur frá Bandaríkjunum. Þorgils segir Matthew matreiðslusnilling sem eldar af mikilli list, bæði Íslenska þjóðarrétti sem erlenda með dyggri aðstoð Sigrúnar Huld sem sér um það að Íslenskir réttir fari fram á Íslenska vegu. Lesa meira
Flugvél Nelsons á Mikleyjarálnum

80 ár liðin frá fyrsta fluginu til Íslands

Þótt reglulegar flugsamgöngur milli Reykjavíkur og Hornafjarðar kæmust ekki á fyrr en eftir 1940 kom það öðru hvoru fyrir að flugvélar hefðu viðkomu á Hornafirði fyrir þann tíma. Eftirminnilegasta heimsóknin af þessu tagi, og reyndar sú fyrsta er á efa lending tveggja flugvéla úr bandaríska flughernum um árið 1924. Þann 6.apríl sama ár hófu fjórar flugvélag sig á loft frá Seattle í Washington-fylki og var förinni heitið umhverfis jörðina. Vélarnar voru af gerðinni Doglas, 12 metra langar með 16 metra vænghaf og vógu rúm fjögur tonn fulllestaðar. Tveir menn voru í hverri flugvél: flugmaður og vélamaður. Í fyrsta áfanga ferðarinnar var flogið til Alaska en þar hlekktist einni vélinni á og heltist hún úr lestinni. Flugvélarnar þrjár sem eftir voru héldu hnattflugi sínu áfram til Kirkwall á Orkneyjum. Þar dvöldu flugmennirnir í nokkra daga áður en haldið var út yfir Atlandshafið til Hornafjarðar. Þegar hér var komið sögu voru liðnir um þrír og hálfur mánuður frá því að flugsveitin lagði af stað frá Seattle og höfðu flugmennirnir upplifað ýmiss konar hremmingar á leiðinni. Lesa meira

 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)