Ágúst

Gólfvöllur í Silfurnesi

Kvennamót hjá Gólfklúbbi Hornafjarðar

Sunnudaginn 12. september heldur Golfklúbbur Hornafjarðar sérstakt kvennamót og er það sérstakur liður í að kynna golfíþróttina fyrir konum og félagsskapinn sem golfinu fylgir. Í vor voru haldin námskeið jafnt fyrir karla og konur og voru konur mun fjölmennari. Nokkrar hafa greinilega fengið "bakteríuna" en við viljum auðvitað sjá enn fleiri konur og á vellinum segir Anna Halldórsdóttir hjá golfklúbbinum. Í dag eru tæplega 100 manns skráðir í klúbbinn, þar af um 20 konur. Golfíþróttin er ágætis fjölskylduíþrótt, nokkrir unglingar eru í klúbbnum og standa sig mjög vel. Það er samt athyglisvert að stelpur eru lítið að spila og skorum við á þær að kynna sér þessa íþrótt. Lesa meira
Grenisgil í Lóni. Ein af fjölmörgum náttúruperlum Hornafjarðar

130 þúsund ferðamenn í sumar.

Senn tekur að líða að því að sumir ferðaþjónustustaðir í Hornafirði fari að loka eftir gott sumar, nokkrir hafa opið allt árið. Samkvæmt lauslegri talningu upplýsingaþjónustunnar í Nýheimum munu um 130 þúsund ferðamenn, að lágmarki, hafa heimsótt Sveitarfélagið Hornafjörð í sumar. Ekki er til heildarskráning ferðamanna frá fyrra ári en ljóst er að mikið meiri aðsókn er að Jöklasafninu en var í fyrra . Guðrún Ingimundardóttir starfsmaður Jöklasýningar og upplýsingaþjónustunnar segir að sú breyting að hafa líka opið á morgnana og lengja opnunartímann hafi komið vel út því stundum hafi komið 2-3 ferðahópar fyrir hádegi. Hún segir að ferðaskrifstofur séu farnar að hafa Lesa meira
Allmannaskarðsgöng séð að norðan

Almannaskarðsgöng lengdust um 104 m sl.viku

Gangagröfturinn gekk mjög vel í síðustu viku og afköst vikunnar voru 104 m. Þessi afköst eru í raun með ólíkindum því bergið var mjög leiðinlegt mest alla vikuna og mikið þurfti að styrkja með ásprautun og bergboltum (10-15 m3 af steypu og 20-30 bergboltar í hverja sprengifæru). Þetta er mesta heildarframleiðsla sem nokkurn tíma hefur náðst í sprengdum göngum á landinu. Göngin eru nú orðin 757 m að lengd að sunnan plús 5 m að norðan - samtals 762 m eða 66,3% af heildarlengd. Lesa meira
Brynja með vínberin

Ræktar vínber í sólstofunni.

Þó kvartað sé yfir lélegri kræki-og bláberjasprettu er ekki sömu sögu að segja hvað rifsber og sólber snertir, þar er mikill vöxtur. Brynja Hannesdóttir í Grænahrauni segir að uppskera sól- og rifsberja sé mjög góð, t.d. fékk hún um 18 kg af rifsberjum af þrem plöntum og vöxtur sólberjanna var enn betri en rifsberjanna. Brynja hefur í mörg ár ræktað vínber í sólstofunni hjá sér og fær um 20 kg af vínberjum á hverju hausti og þegar best lætur hefur hún fengið allt upp í 26 kg. Vínberin eru ekki orðin fullþroskuð en útlit er fyrir góða vínberjauppskeru með haustinu. Lesa meira

 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)