September

Bygging vegskálans að norðan @vegagerdin

Gat í gegnum Almannaskarð eftir 8 daga?

Það er ljóst að framkvæmdin við göng undir Almannaskarð hefur gengið mjög vel og miklu betur heldur en bjartsýnustu menn þorðu að vona. Upphaflega gerði verktakinn ráð fyrir að gangagreftri lyki um miðjan febrúar á næsta ári. Síðan var þeirri áætlun breytt og gert ráð fyrir að komið væri í gegn um miðjan nóvember nk. Nú er útlit fyrir að gangasprengingum ljúki í lok næstu viku sem þýðir að framkvæmdaraðilarnir Leonhard Nilsen og Sönner frá Noregi og Hérðasverk ehf eru nokkrum mánuðum á undan upphaflegri verkáætlun. Aðeins á eftir að bora og sprengja um 48 metra sem er aðeins um 4,0% af lengd gangana sem verða alls 1.150 metrar að lengd í bergi. Það jafngildir vegalengdinni að keyrt sé frá Ráðhúsinu eftir Hafnarbrautinni inn að Mjólkurstöð. Lesa meira
Séra Fjölnir Ásbjörnsson

Sunnudagaskólinn og fermingarundirbúningur

Sunnudagaskólinn hóf göngu sína á sunnudaginn var, 26. september, í Hafnarkirkju undir stjórn séra Fjölnirs Ásbjörnssonar sem ráðinn hefur verið til að leysa af séra Sigurð Kr. Sigurðsson í vetur. Mæting í sunnudagaskólann var góð en yfir 80 manns, börn og foreldrar mættu til leiks. Allir krakkar fengu bækur og límmiða, þau skemmtu sér við söng, sögur og brúðuleikhús. Mikki refur heimsótti krakkana. Eftir hádegi var síðan messa þar sem foreldrar fermingarbarna voru sérstaklega hvattir til að mæta. Eftir messuna hitti Séra Fjölnir fermingarbörnin og foreldra þeirra þar sem rætt var um fermingarstarf vetrarins. Lesa meira
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra og leiðtogi Framsóknarflokksins við Jökulsárlón   (úr myndasafni@jokulsarlon).

Líflegt starf Framsóknarfélagsins

Vetrarstarf Framsóknarfélags Austur Skaftafellssýslu er að fara í gang og starfið með almennum fundi sem verður haldinn þriðjudaginn 5. október n.k. í húsi Slysavarnarfélagsins á Höfn. Dagskrá fundarins m.a. taka á bæjarmálum og munu fulltrúar framsóknar í bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornfjarðar fara yfir hvað sé að gerast á þeim vígsstöðvum og sitja fyrir svörum. Einnig verður kosning fulltrúa á kjördæmaþingið sem fram fer í suðurkjördæmi í október. Í byrjun október er von á konum frá landsambandi framsóknarkvenna og munu þær halda fund fyrir framsóknarkonur í sveitarfélaginu. Aðalfundur félagsins verður síðan haldinn í lok október. Lesa meira
Diskó á Hótel Höfn

Diskó á Hótel Höfn

Á föstudagskvöld mun Hornfirska skemmtifélagið frumsýna tónlistardagskránna Diskó á Hótel Höfn. Fyrirhugað er að sýningarnar verði fjórar og síðan mun félagið flytja dagskránna á Brodway í Reykjavík þann 22. október. Í tengslum við sýninguna á Hótel Höfn er boðið upp á helgarpakka sem saman standa af tveggja rétta málsverði með kaffi og konfekti, diskó-sýningu, dansleik og gistingu í tvær nætur í tveggja manna herbergi. Þetta er þriðja sýningin sem Hornfirska skemmtifélagið stendur fyrir en áður voru það sýningarnar Slappaðu af og Með allt á hreinu. Lesa meira

 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)