Október

Vígsla skrúðgarðar við hjúktunardeild

Útivistargarður við hjúkrunardeild Skjólgarðs vígður

Í sumar hefur verið unnið að gerð útivistargarðs við hjúkrunardeild Skjólgarðs. Garðurinn er gerður þannig að allir sem á hjúkrunarheimilinu dveljast og hafa einhverja fótavist geti notið útiveru í skjólgóðum garðinum. Hönnuður garðsins var Ulla R. Petersen landslagsarkitekt en framkvæmdin var í höndum Blómalands. Allur kostnaður við garðinn var greiddur með peningum úr minningasjóði Skjólgarðs. Í dag þegar minnst var 30 ára afmæli hjúkrunar og dvalarheimilisins Skjólgarðs, vígði og blessaði séra Einar Jónsson á Kálfafellsstað garðinn og óskaði íbúum og dvalargestum Skjólgarðs til hamingju með þessa góðu aðstöðu til útiveru og bað þá vel að njóta. Lesa meira
Arnar Rafnkelsson við flutningatankinn

Búið að bræða fjögur þúsund tonn hjá Skeggey

Síldarbræðsla hjá Skeggey ehf hefur gengið vel og er búið að bræða fjögur þúsund tonn. Frá Djúpavogi er öll síld, sem ekki er unnin þar til manneldis, flutt í tanki til Hornafjarðar og brædd hjá Skeggey. Ástæðan fyrir þessum flutningum er að sl.vetur keypti Skinney Þinganes loðnu og síldarbræðsluna á Djúpavogi og er öll bræðsla hætt þar. Þegar síldveiði er góð eins og verið hefur undanfarið eru farnar 4-5 ferðir á sólarhring með bræðslusíld og er búið að flytja um 600 tonn til Skeggeyjar. Björn Emil Traustason bræðslustjóri er mjög ánægður með gang mála þar og segir að brætt sé allan sólarhringinn á vöktum og eru starfsmenn níu. |nl| Lesa meira
4x4 Úr myndasafni

Halda upp á eins árs afmæli 4x4 Hornafjarðardeildar

Hornafjarðardeild klúbbsins 4x4 á eins árs afmæli núna í lok þessa mánaðar. Klúbburinn hefur formlega verið tekinn í Landsdeild klúbbsins 4 x 4 sem er með tíu deildir víðsvegar um landið. Um næstu helgi er fyrirhuguð haustferð klúbbsins og verður farið af stað frá Höfn á föstudag, ekið um Fjallabaksleiðir, gist tvær nætur í Hólaskjóli og komið heim á sunnudag. Þorkell Kolbeins segir að ákveðið hafi verið í vor að ekki yrðu skipulagðar ferðir á vegum klúbbsins í sumar þar sem ferðafélagið hér hefði verið með slíkar ferðir á þeim tíma en stefnt væri að því að fara a.m.k. 2-3 ferðir í vetur. Klúbburinn verður með fasta spjallfundi annan hvern miðvikudag þar sem menn koma saman og ræða málin. Margir halda að til þess að vera gjaldgengur í 4 x 4 klúbbinn þurfi viðkomandi að eiga jeppa og það helst breyttan vel útbúinn fjallajeppa en svo er þó víðsfjarri segir Þorkell, það eru allir velkomnir í klúbbinn sem hafa áhuga á ferðamennsku og skoða landið. Lesa meira
Vatnajökull Þjóðgarður

Stærsti þjóðgarður Evrópu verður að veruleika

Í fréttabréfi frá Umhverfisráðuneytinu segir að Umhverfisráðherra hafi með undirritun sinni í dag, 28. október 2004, staðfest nýja reglugerð um stækkun Skaftafellsþjóðgarðs sem stofnaður var árið 1967. Reglugerðin felur í sér þreföldun á flatarmáli þjóðgarðsins, sem var áður 1.600 km2 en er nú er orðinn 4.807 km2. Skaftafellsþjóðgarður nær nú meðal annars til svæðis sem nemur um 57% af Vatnajökli auk Lakagígasvæðisins. Í fyrstu grein reglugerðar um Skaftafellsþjóðgarð segir að markmiðið með stofnun og rekstri þjóðgarðsins sé að vernda landslag, lífríki og menningarminjar svæðisins og gefa almenningi kost á að kynnast og njóta náttúru þess og sögu. Auðvelda skuli almenningi aðgengi að þjóðgarðinum eftir því sem unnt sé án þess að náttúra hans spillist og efla skuli fræðslu um náttúru, sögu og mannlíf svæðisins. Landnýting innan þjóðgarðs skuli vera í samræmi við markmið hans og byggja á sjónarmiðum sjálfbærrar þróunar. Lesa meira

 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)