Nóvember

Frá æfingu Tónskóla Austur-Skaftafellssýslu

Lúðrasveit Hornafjarðar sýnilegri á afmælisárinu.

Lúðrasveit Hornafjarðar verður 30 ára á næsta ári og verður afmælisins minnst með ýmsu móti og veglegri afmælishátíð. Fyrirhugað er að lúðrasveitin verði fyrirferðarmeiri í samfélagi okkar á afmælisárinu með tónleikum og ýmsum viðburðum. Ætlunin er að bjóða Lúðrasveit Vestmannaeyja hingað í febrúar og einnig er fyrirhugað að fá stærri nöfn úr tónlistargeiranum sem einleikara með hljómsveitinni á afmælistónleikum hennar segir Jóhann Morávek stjórnandi lúðrasveitarinnar. Allt kostar þetta okkur peninga, segir Jóhann, en lúðrasveitin hefur verið rekin með styrkjum frá sveitarfélaginu og menningarsjóði A-Skaft, þá hafa fáein fyrirtæki styrkt lúðrasveitina í tengslum við Sumar-Humar tónleikana og einnig hefur lúðrasveitin komið fram þar fyrir utan og þegið greiðslu fyrir. Þessi fjármögnun hefur rétt rúmlega staðið undir rekstrarkostnaði sveitarinnar. Lesa meira
Álfar og hyski á ferð í skóginum í Haukafelli

Búið er að merkja þau tré sem í boði verða

Jólatré verða til sölu í skógræktinni í Haukafelli og við ætlum að hafa sama hátt á og var fyrir jólin í fyrra segir Rannveig Einarsdóttir. Búið er að merkja þau tré sem í boði verða þetta árið. Ég reikna með að við verðum með söluna í Haukafelli opna 12. des. og þá getur fólk komið, valið sér jólatré og fellt það. Þarna verða tré af öllum stærðum allt frá pínulitlum upp í 3-4 metra há tré. Ef ekkert af þessum merktu trjám hentar er hægt að hafa samband við okkur og við skoðum hvort hægt er að finna eitthvað annars staðar. Það var góð jólastemning í Haukafelli í fyrra þegar fólk kom að ná sér í tré, þetta er alveg ný upplifun fyrir börnin og gömlu góðu ævintýrin um Grýlu, Leppalúða og jólasveinana lifna við þarna í nálægð fjalla og jökla. Lesa meira
Jólatrén skarta sínu fegursta

Jólatrjáasalan byrjar 10 dögum fyrir jól

Kiwanisklúbburinn Ós situr einn að sölu jólatrjáa á Höfn fyrir þessi jól fyrir utan að Skóræktarfélag A-Skaft verður með einn söludag í Haukafelli eins og á síðasta ári. Samningur náðist milli Kiwanis og verslunarinnar Krónunnar um að Krónan yrði ekki með jólatréssölu á Höfn eins og fyrir síðustu jól. ,,Þetta var allt gert í guðsfriði og góðri samvinnu milli Kiwanis og Krónunnar”, sagði Stefán Brandur Jónsson Kiwanismaður. Eins og kunnugt er fer allur ágóði sem Kiwanisklúbburinn fær af sölu jólatrjánna til góðgerðarmála. Sala byrjar um 10 dögum fyrir jól og á Stefán von á að sölugámurinn verði á miðbæjarsvæðinu.Úrval jólatrjánna verður líkt og verið hefur undanfarin ár. Reynt verður að fá þau tré sem sett verða upp við fyrirtæki og stofnanir frá skógræktarsvæðum í sýslunni. Lesa meira
Jóúlahúsið hans Ödda Þorbjörns (Mynd EBE_3)

Samkeppni um flottasta jólahúsið á Höfn

Það eru ófáir í sveitarfélaginu sem dunda við að skreyta húsin sín fyrir jólin með alls konar seríum, ljósaormum, stjörnum, álfum og ýmsu öðru sem gerir þau jólaleg. Eins og fram kom hér á vefnum þá er búist við að aukning verði á skreytingum í ár og margir nýir munu bætast við í hóp þeirra sem skreyta húsið sitt. Gísli Reynisson sem býr á Silfurbraut 31, en það hús var eitt fyrsta húsið á Höfn sem skreytt var og vakti mikla athygli, hefur skorað á Hornafjörð.is að standa fyrir samkeppni um best skreytta húsið í bænum og höfum við ákveðið að taka þeirri áskorun enda hugmyndin mjög góð. Samkeppnin verður með þeim hætti að þátttakendur munu skrá sig hjá okkur, við munum birta myndir af húsunum hér á vefnum og á SkjáVarpi. Lesa meira

 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)