Desember

Rakettan Hnífur sem er innkölluð

Innköllun á gölluðum flugeldum á Höfn

Björgunarfélag Hornafjarðar í samráði við Slysavarnafélagið Landsbjörgu hefur ákveðið að innkalla eina tegund flugelda vegna galla. Rakettan ber tegundarheitið Hnífur og er hluti af vopnabúrs vörulínu Flugeldamarkaða Björgunarsveitanna. Við öryggisprófanir flugeldasérfræðinga Slysavarnafélagsins Landsbjargar komu í ljós að hluti af rakettum sem skotið var upp virkuðu ekki sem skyldi og sprungu of neðarlega. Raketturnar voru teknar strax úr sölu í kjölfarið. Lesa meira

Mikil hálka hefur verið á flestum vegum

Síðustu daga hefur verið mikil hálka á flestum vegum innan Sveitarfélagsins og í dag var fljúgandi hálka í sunnanverðu Lóni og hvassviðri. Ekki hafa orðið nein umferðarslys um hátíðina þó akstursskilyrði hafi ekki verið sem best utan smá óhapps í dag er ökumaður réði ekki við bíl sinn í hálkunni. Lögreglan segist hafa átt róleg og góð jól og bæjarbúar hafi verið hreint til fyrirmyndar. Veðurspá er leiðinleg fyrir síðasta dag ársins en ekki skal örvænta strax um gott veður fyrir flugelda og brennu því komið hefur fyrir að veðurspár rætast ekki og veður verða betri en spáð er. Lesa meira
Afgreiðsla flugeldasölunnar

Yfirleitt rólegt fyrsta daginn í flugeldasölunni

Björgunarsveitin byrjaði flugeldasölu sína í gær í Slysavarnahúsinu Höfn. Ludvig H. Gunnarsson (Lúlli) hefur sem fyrr umsjón með sölunni. Hann sagði að yfirleitt væri rólegt fyrsta daginn þá væru það helst krakkarnir sem kæmu að kaupa ,,smádótið”. Lúlli segir að terturnar séu langvinsælastar en svo séu sumir sem vilji bara flugelda, rakettur og smádót fyrir börnin. En hvað skyldi svo ljósadýrðin á gamlaárskvöld kosta? Lúlli var fús til að upplýsa okkur um það: Kappaterturnar kosta frá 2.400 kr. uppí 6.900. ,,Bardagar” eru á 12.900 og 15.900 kr. og það er alflottasta tertan, heill kassi með einum kveik. Lúlli segist líka eiga tvö stykki af einhverjum svakalega flottum flugeldum sem hann segist ekki muna nafnið á og þeir 24.900 kr. Venjulegir fjölskyldupakkar koma í þrem stærðum og er verð þeirra 3.100, 4.500 og 5.300 kr. Lesa meira
Glitský yfir Hornafirði 22.desember (Mynd Virnir Júlíusson)

Hvað eru Glitský og hvers vegna birtast þau?

Óvenju mikið var um glitský í gær og mikil litadýrð. Margir hringdu í fréttamenn hjá Hornafjörður.is og mikið var um að fólk væri að taka myndir af litadýrðinni sem blasti við á annars heiðum himni í morgunbirtunni nú þegar dagurinn er einu hænufeti lengri en í gær. Einars Sveinbjörnssonar deildarstjóra hjá Veðurstofunni segir að glitský, einnig nefnd perlumóðurský eða ísský myndist í heiðhvolfinu gjarnan í um 25 km. hæð. Venjuleg ský eins og við þekkjum þau helst ná sjaldnast á okkar slóðum upp fyrir 12 km hæð eða upp að endimörkum veðrahvolfsins við veðrahvörfin. Glitskýin samanstanda af örsmáum ískristöllum, sem myndast við þegar sá litli raki sem til staðar er þetta hátt upp nær að þéttast við sérstakar aðstæður. Glitskýja er helst að vænta um miðjan vetur og eftir sólarlag og fyrir sólaruppkomu geta þau verið böðuð sólskini, þótt aldimmt sé við jörð. Tilurð þeirra tengist myndun mikils kuldahvirfils yfir norðurpólnum sem nær hámarki í desember og janúar. Lesa meira

 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)