Janúar

Ásgeir stimplar bréfin

Dagþjónusta fatlaðra býður þjónustu fyrir öskudaginn

Það styttist í öskudaginn og allt það umstang sem honum fylgir. Eins og undanfarin ár býður dagvist fatlaðra fyrirtækjum á Höfn upp á að kaupa öskupoka eða pakka sælgæti/dóti fyrir öskudaginn, sem er 9.febrúar. |nl|Dagþjónustan býður uppá að pakka sælgæti og hlutum, sem fyrirtæki koma með, eða að kaupa það sjálf og pakka þeim inn fyrir fyrirtækin í samræmi við verðhugmyndir þeirra. |nl|Verð fyrir hvern poka í pökkun er kr.25. og verð á öskupokum er kr. 50 fyrir stk. |nl|Dagþjónusta fatlaðra var opnuð í febrúar árið 2000 og er til húsa að Kirkjubraut 3. Er hún opin frá 10-16 á virkum dögum og 11-13 um helgar. Maren Sveinbjörnsdóttir er fulltrúi málefna fatlaðra í Hornafirði. |nl|Þegar fréttamaður vefsins leit inn hjá þeim í dagþjónustunni fyrir hádegið í dag var nóg að gera hjá þeim sem komnir voru, þar var verið að stimpla bréf, vefa mottu og prjóna og það var létt yfir mannskapnum. Það er heimilislegt og notalegt á þessum litla vinnustað í Sjallanum. Lesa meira
Hópmynd

Þorrablót Nesja-og Lónmanna hafa verið haldin í 50 ár.

Þorrablót Nesja-og Lónmanna var haldið í Mánagarði í Nesjum í fimmtugasta sinn sl. laugardagskvöld. Um 200 manns sóttu blótið og þar á meðal þrír þeirra sem sáu um fyrsta þorrablótið fyrir 50 árum, það eru þau hjónin Ingólfur og Ingibjörg í Grænahrauni og Ásta Oddbergsdóttir frá Ási. |nl|Valgerður Egilsdóttir, ein þeirra 19 sem voru í þorrablótsnefndinni 2005, segir að blótið hafi tekist alveg frábærlega vel og ekki annað að heyra en almenna ánægju blótsgesta. Þarna voru hefðbundin skemmtiatriði svo sem minni karla sem Kristín Benediktsdóttir flutti og Skarphéðinn Larssen talaði fyrir minni kvenna. |nl|Kristín Benediktsdóttir var einnig með annál úr Lóni þar sem hún gerði mannlífinu þar, eins og það er í dag, góð skil. Annál fyrir Nesjasveit samdi nefndin og flutti. Vala sagði að þetta hafi verið léttur og skemmtilegur annáll þar sem efni hans var lesið, sungið og leikið og þar nutum við ómetanlegrar aðstoðar Jóhanns Moraveks. Við tókum þá fyrir sem eiga það skilið, sveitarstjórnina og þá sem eru áberandi í sveitarfélaginu. Það hefur vakið athygli að menn hafa verið að setjast að í sveitinni t.d. Ómar á Horni er kominn aftur á æskustöðvarnar, svo er ekki aldeilis ónýtt fyrir okkur að hafa fengið bæði kaupfélagsstjórann og forseta bæjarstjórnarinnar hingað í Nesin. Eins finnst okkur nú allt vera á uppleið hérna hjá okkur og heilmikill uppgangur t.d. fóru bændur héðan vestur á firði, af öllum stöðum á Íslandi, til að kynna sér nýjungar í mjólkurframleiðslu og svo eru menn alltaf að skoða þessa róbóta til að sjá um fjósverkin. Sitthvað fleira kom fram í annálnum. Lesa meira

Ný skólanefnd í Framhaldsskólanum

Menntamálaráðherra hefur skipað nýja skólanefnd í Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu fyrir næstu fjögur ár. Nefndina skipa; Halldóra Bergljót Jónsdóttir, Þorgils Baldursson, Kjartan Hreinsson, Björk Pálsdóttir og Sigrún Kapitóla. Þær Björk og Sigrún eru tilnefndar af Sveitarfélaginu. Skólinn er alfarið á vegum ríkisins og því er það ráðherra sem skipar skólanefndina. Nefndin var kölluð saman á sinn fyrsta fund í síðustu viku og þar var Halldóra Bergljót kosinn formaður, einnig var farið yfir fjárhagsáætlun og hugað að þeim verkefnum sem fyrir höndum eru. Lesa meira
Guðný Helga í Lóninu og starfsstúlkur hennar

Ánægð með söluna undanfarið

Nú þegar tími útsala stendur sem hæðst er tilvalið að spyrja frétta hjá einhverjum af verslunareigenda á staðnum um hvernig hafi gengið. Guðný Helgadóttir í versluninni Lóninu segir að útsalan gangi mjög vel. Guðný er ánægð með söluna fyrir jólin og segir hún hana svipaða og fyrir jólin í fyrra. Guðný er með tískufatnað á dömur og herra ásamt tilheyrandi skarti. Hún segir að vinsælustu kvenfötin í ár séu pils, stutt og síð, einnig toppar við þau ásamt skartgripum og þessháttar fylgihlutum. Um mánaðarmótin fer hún á sýningu á vetrarfatnaði og gerir pantanir fyrir næsta vetur. Búið er að gera innkaup fyrir allt sumarið og sá fatnaður fer að koma. Danskur fatnaður, konulínan, er langvinsælastur og unglingalínan er vinsælust frá Bretlandi og París. Lesa meira

 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)