Febrúar

Kynningarfundur á leik- og grunnskólafræðum

Í dag verður haldinn kynningarfundur í Nýheimum fyrir þá sem hafa áhuga á að stunda nám við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Sérstaklega verður kynnt nám í leiksskólafræðum og grunnskólafræðum. Mikil áhugi er á fjarnámi enda opnist með því möguleikar á að stunda nám sem ella hefði verið mjög erfitt. Kynningin fer fram í Nýheimum í myndfundarveri Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellsýslu. Þeir nemendur sem stunda hér fjarnám hafa aðgang að tölvum, prenturum, faxi og ljósritunarvél ásamt því að geta nýtt sér fundarherbergi einnig býðst þeim aðgangur að bókasafninu og lesaðstöðu FAS. Á Hornafirði eru 35 nemendur skráðir hjá Fræðsluneti Austurlands við ýmsa háskóla, svo sem Háskóla Íslands, Tækniháskólann, Háskólann á Hólum og Kennaraháskólann en þar eru flestir fjarnámsnemendurnir. Lesa meira
Þáttakendur á námskeiðinu

Uppbyggjandi námskeið fyrir lífstíð

Fyrir helgina lauk á Höfn námskeiði í sjálfstyrkingu sem Svæðisvinnumiðlun Austurlands stóð að. Ólöf Guðmundsdóttir hjá Svæðisvinnumiðlun Austurlands, sem stendur fyrir námskeiðinu, segir þetta námskeið vera hugsað fyrir unga menn í atvinnuleit og vera fyrst og fremst sjálfstyrking, síðan kemur staðan upp þegar einstaklingurinn er í atvinnuleit. Þá förum við yfir hvernig hann getur brugðist við stöðu sinni, hvað hann getur gert við henni sjálfur og hvaða leiðir hann sér út. Farið er yfir, að sækja um vinnu, þjálfa í því að tala við atvinnurekendur og sækja um vinnu, skrifa sína starfsreynsluskrá, átta sig á stöðunni og vinna á því sem hann getur en ekki á því sem hann ræður ekki við. Svo er líka að fara í atvinnuviðtal, sitja á móti atvinnurekanda og leita að vinnu. Þetta eru bara í raun og veru mjög góðir þættir til framtíðar þó maður geti fengið vinnu núna, þá er gott að hafa reynslu í farteskinu til síðari tíma ef sú staða kæmi upp, segir Ólöf. Þetta er uppbyggjandi námskeið fyrir lífstíð. Námskeiðið er 25 kennslustundir með námsefni frá Fræðsluneti Austurlands. Lesa meira
Smábátahöfnin

Góð mæting á málþingið Atvinnulíf á Norðurslóðum

Fimmtudaginn 24. febrúar var haldið málþing í Nýheimum á Höfn um atvinnumál á Norðurslóðum. Umfjöllunarefnið var hvernig jaðarbyggðum í Færeyjum, Íslandi og Noregi hefur tekist að laga sig að breyttum atvinnuháttum og hvort að þau vandamál sem Hornfirðingar glíma við séu einkennandi fyrir aðrar norðlægar byggðir eða einsdæmi. Tilefni málþingsins er útgáfa bókarinnar Innovations in the Nordic Periphery þar sem gert er grein fyrir niðurstöðum samnorrænnar rannsóknar um efnið. Frummælendur á málþinginu voru Ari Þ. Þorsteinsson hjá Frumkvöðlasetri Austurlands, Sigurður Mar Halldórsson hjá Galdri ehf. og Unnur Dís Skaptadóttir, dósent við Háskóla Íslands. Gísli Sverrir Árnason var fundarstjóri. Lesa meira
Rolls Royce við Jökulsárlón

Aukning umferðar um hringveginn (nr.1), austan Hafnarvegar

Umferð ökutækja um hringveginn (nr.1), austan Hafnarvegar ( nr.99) hefur aukist talsvert á síðasta ári samkvæmt umferðartalningu Vegagerðarinnar. Meðalumferð á dag allt árið 2004, voru 420 bílar (368 árið 2003), Meðalumferð á dag frá júní til 30.sept 2004. voru 666 bílar (572 árið 2003 sama tímabil). Meðalumferð á dag í janúar til 31.mars og í desember árið 2004, 229 bílar, (229 bílar árið 2003 ). Mesti umferðardagur ársins 2004 var 25.07 þá fóru þar 1008 bílar. ( Mesta umferð 2003 var 23.07, 936 bílar ). Minnst var umferðin 2004, 7. febrúar en þá voru 58 bílar, 2003 var minnst umferð á gamlaársdag 113 bílar sem fóru hringveginn (nr.1), austan Hafnarvegar. |nl| Lesa meira

 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)