Mars

Ragnar Frank, þjóðgarðsvörður

16 umsækjendur um stöður sérfræðinga við Þjóðgarðinn í Skaftafelli

Umsóknarfrestur um tvær starfsstöður við Þjóðgarðinn í Skaftafelli er runninn út og voru 16 umsækjendur um þær. Ragnar Frank þjóðgarðsvörður sagði að það kæmi í ljós í lok næstu viku hverjir yrðu ráðnir. Umsóknir bárust frá heimamönnum og víða af landinu einnig frá útlöndum. Þetta eru störf sérfræðinga í stöður við þjóðgarðinn á starfsstöðum á Höfn og Kirkjubæjarklaustri. Skilyrði sem við settum fyrir umsóknum í þessi störf ,segir Ragnar, er að viðkomandi sé með einhver jarðfræðipróf, hafi unnið við landvörslu, einnig mikilvægi þess að ná góðum samskiptum við fólk..Við erum að leita að fólki með þekkingu á jöklum og því sem tengist landmótum jökla þannig að viðkomandi geti líka eitthvað gert í tengslum við jöklasýninguna. Þjóðgarðurinn er jökulhettan á þessu svæði þannig að það má segja að ekkert land sé utan jökulhettu innan svæðis frá Öræfajökli og austur úr svo jökullinn mun ekki hafa neinn skaða af þeirri umferð sem verður í jaðri hans. Lesa meira
Farfuglar

Lóan kemur í stórum hópum og farfuglarnir streyma hingað

Lóan er komin, ekki bara ein og ein heldur í stórum hópum sama er að segja um skógarþrestina og eitthvað er komið af hrossagaukum. Álftum og gæsum fjölgar daglega á svæðinu ásamt flestum þessum venjulegu farfuglum. Björn Arnarson segir að farfuglarnir séu að koma á svipuðum tíma og verið hefur, eina óvenjulega sé hvað lóan kemur í stórum hópum t.d. sá hann 300 lóur í hóp um sl. helgi. Bleshæna hefur verið í höfninni undanfarna daga og virðist kunna vel við sig nálægt æðarfuglinum. Bleshænan er kolsvört með hvítt nef, hún er ekki óalgeng hér á landi og hefur einstaka sinnum verpt hér. Helsta verkefni nýstofnaðs fuglaseturs er að sjá um merkingu og skráningu fugla svo hægt sé að fylgjast með þeim. Ekki hefur verið gengið frá ráðningu starfsmanns við fuglasetrið og á meðan sinna þeir Björn og Brynjúlfur merkingum og öðru sem gera þarf. |nl| Lesa meira
Söfnin um páskahelgina

Metaðsókn miðað við seinni ár

Mjög góð aðsókn var að söfnum hér á Höfn um páskahelgina. Björn Arnarson safnvörður sagði að um 230 manns hefði komið í Gömlubúð þar sem nokkrir safnarar sýndu safngripi sína auk alls þess sem byggðasafninu tilheyrir. Þetta er metaðsókn miðað við seinni ár en fyrir nokkrum árum komst tala gesta í 250. Fjöldi fólks lagði leið sína í Pakkhúsið á glerlistasýningu Svönu og Gutta og þar var einnig sýning á málverkum eftir Sigurð Einarsson alþýðumálara ættuðum af Mýrunum. Margir lögðu leið sína í Vöruhúsið þar sem sýndar voru myndir frá Finnlandi ásamt teikningum af Jöklasýningunni þ.e. hvernig hún kemur til með að verða. Lesa meira
Ásdís Ólafsdóttir

Ásdís Ólafsdóttir nýr útibússtjóri Lyfju-Höfn

Hafnarapótek heyrir brátt sögunni til og við tekur Lyfja-Höfn, útibú frá Egilstöðum. Lyfja er búin að taka við rekstri apóteksins og fer formleg nafnabreyting fram 8.april nk. Útibústjóri er Ásdís Ólafsdóttir og er hún tekin við stjórn apóteksins. Þorgils Baldursson apóteksstjóri og eigandi Hafnarapóteks er fluttur með fjölskyldu sína til Reykjavíkur þar sem hann mun starfa hjá Lyfju. Ásdís er Hornfirðingur, dóttir Önnu Birnu og Óla Einars, lyfjatæknir að menntun og hefur starfað hjá Lyfju í níu ár, síðast stuttan tíma á Egilsstöðum. Hún segir yndislegt að vera komin heim aftur eftir langa fjarveru og alveg meiriháttar notalegt hvað taki allir taki vel á móti henni og fjölskyldunni, Kristjáni Guðnasyni og þrem börnum. Lesa meira

 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)