Apríl

Framkvæmdir við Olís

Endurnýjun og breytingar á planinu við Olís

Framkvæmdir við endurnýjun og breytingar á planinu við Olís á Höfn eru hafnar. Byrjað er á jarðvegsskiptingu á þvottaplaninu og verður allt planið fullklárað áður en aðal ferðatíminn byrjar. Haukur Sveinbjörnsson á Olís segir að ekki sé víst að tími vinnist til að setja þakið yfir eldsneytisdælurnar núna áður en sumarumferðin byrjar og þá verður þeim framkvæmdum frestað til haustsins. Góð aðstaða fyrir losun og þrif húsbíla- og hjólhýsa. Verktakar á staðnum sjá um alla vinnu við planið. Ellingsen dagar verða á Olís um helgina og í dag laugardag verður þar til viðtals sérfróður ráðgjafi um notkun á gasi í sumarbústöðum, húsbílum og öðrum stöðum þar sem notuð eru gastæki. Lesa meira
Í sláturhúsinu 19.september

Norðlenska matborðið leigir sláturhúsið á Höfn og rekstur þess

Aðalfundur Sláturfélagsins Búa svf. var haldinn á Hótel Höfn s.l. miðvikudag. Fram kom á fundinum að á liðnu ári urðu miklar breytingar á starfsemi félagsins. Skömmu fyrir upphaf sláturtíðar s.l. haust varð ljóst að Byggðastofnun mundi ekki veita bakábyrgð vegna afurðalána sauðfjárafurða eins og verið hafði frá 2001 og í kjölfar þess hafnaði Landsbanki Íslands hf. að veita félaginu afurðalán. Samið var um það við Norðlenska matborðið ehf. á Akureyri, að þeir keyptu afurðir beint af bændum við innlegg í sláturtíð, en Sláturfélagið Búi svf. annaðist framkvæmd slátrunarinnar samkvæmt sérstökum verktökusamningi. Nú hafa mál þróast á þann veg að Sláturfélagið Búi svf. hefur keypt sláturhúsið á Höfn, en jafnframt hefur verið gerður langtíma leigusamningur við Norðlenska matborðið ehf. um leigu hússins og rekstur þess. Lesa meira
Nýtt útlit  á Hafnarbrautinni

Malbikunar og gatnaframkvæmdir á Höfn.

Malbikunarframkvæmdir hafa staðið yfir á Höfn undanfarið. Búið er að leggja malbik á planið á útsýnishólnum í Óslandi sem oftast er kallaður Gónhóll en þaðan er besta yfirsýnin yfir innsiglinguna um ósinn. Það var góð framkvæmd og mikil þörf að malbika þetta plan sem er mikið notað alla daga allt árið auk þess sem þetta er vinsæll viðkomustaður ferðahópa á sumrin. Lokið er malbikun á svæðinu við Kaffihornið og Hárgreiðslustofu Ingibjargar einnig hefur verið unnið við malbikun á götum í bænum. Hafnarbrautin hefur fengið breytt útlit, komnar eru þar all vígalegar grjóteyjur sem ætlað er það hlutverk bæði að draga úr hraðakstri um Hafnarbrautina og fegra umhverfið. Lesa meira
Jökulsá í Lóni, sólsetur

Gengið í Efstafellsgil um helgina.

Ferðafélagið stendur fyrir fjölskylduferð í Efstafellsgil um helgina. Efstafellsgil er innan og vestan við Hoffell og er farið á bílum inn að jökli þar sem gengið er inn gilið. Þetta þykir mjög falleg leið og auðveld ganga fyrir fólk á öllum aldri. Valur Sveinsson formaður ferðanefndar segir að grillið verði með í ferðinni og verður grillað þegar komið er úr gönguferðinni. Gangan tekur 2-3 tíma. |nl|Enn er beðið færis með göngu á Hvannadalshnúk og tilkynningar frá Einari Sigurðssyni fjallaleiðsögumammi í Hofsnesi, sem fer með hópinn, um að nú sé lag að leggja af stað. Fjórtán manns hafa skráð sig í jökulgönguna.. Lesa meira

 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)