Maí

Grásleppuveiðar

Grásleppuvertíð og þarastönglar

Grásleppuvertíðin var með stysta móti þetta árið eða frá 29. mars til 28. maí enda samstaða um að draga úr veiðum vegna mikilla birgða og lágs verðs á grásleppuhrognum. Tveir Hornafjarðarbátar stunduðu veiðarnar frá Djúpavogi, Siggi Bessa Sf og Benni Sf sem báðir lögðu netin 29.mars s.l. Berfirðingar buðu okkur hjartalega velkomna segir Friðþór Harðarson á Benna og þökkuðu okkur fyrir að hreinsa þarann úr firðinum og það líka óumbeðið, það þyrfti að borga þeim mikið til að þeir kæmu til að hreinsa þarann úr Hornafirði, það vantar ekki spaugið fyrir austan. Veiðin var heldur minni per dag miðað við árið á undan en veðrið hafði líka áhrif á veiðarnar og voru netin dreginn tvisvar upp, minnugir þarastönglana árinu á undan. En setji upp sjó þ.e. sjólag vesnar og netin væru á grunnu vatni fyllist allt af þarastönglum eins og sjá má á myndunum sem fylgja þessari frétt. Friðþór segir þá líka hafa lagt inn á Breiðdalsvík, Kambavík og einnig lagði Unnsteinn á Sigga Bessa í Stöðvarfirði, Fáskrúðsfirði og Reyðarfirði. Lagt var fyrir hákarl út af Krossi á Berufjarðarströnd en við urðum ekki varir. Lesa meira
Helga_RE49

Nýtt skip í skipaflota Skinneyjar Þinganess

Nýtt skip bættist í skipaflota Skinneyjar Þinganess í gær þegar gengið var frá kaupsamningi á fiskveiðiskipinu Helgu RE 49. Með skipinu fylgja aflaheimildir. Helga RE er smíðuð í Kína 2001, 327 brúttótonn, lengd 28,62 og breidd 9,17m. Skipið verður afhent nýju eigendunum 15.ágúst. Gunnar Ásgeirsson hjá Skinney Þinganesi segir að skipið verði gert út frá sinni heimahöfn, Hornafirði. Skinney Þinganes hefur rekið fiskvinnslu á Reyðarfirði en nú hefur starfsfólki þar verið sagt upp og vinnslu verður hætt. Gunnar segir að öll fiskvinnsla verði hjá fyrirtækinu hér á Hornafirði. Lesa meira
Ofurhaninn

Ofurhaninn Loftur og barátta hans við ill öfl

Tveir ungir menn í Hafnarskóla, Ásgrímur Arason og Bragi Emilsson hafa í vetur samið fimm teiknimyndasögur um Ofurhanann Loft og baráttu hans við ill öfl. Einnig gerður þeir félagar eina teiknimyndasögu um Sigurð Fáfnisbana. Bækurnar um Ofurhanann Loft er hægt að fá lánaðar í bókasafni Hafnarskóla og hafa þær verið vinsælustu og mest eftirsóttustu bækur safnsins í vetur og svo vinsælar að það hafa myndast biðlistar eftir að fá þær lánaðar. Frá því að fyrsta bókin kom út í nóvember hafa krakkarnir beðið spennt eftir framhaldinu en fimmta og síðast bókin, Litli páskahérinn sem er mest spennandi, kom út eftir páskana. Höfundarnir eru að vonum ánægðir með þessar góðu viðtökur. Þeir segjast skipta með sér verkum þannig að Bragi skrifar söguna og Ásgrímur teiknar og bækurnar hafa þeir alveg unnið í skólanum. Lesa meira
Fjöldi manns mætti til að fagna við Almannaskarð

Opnun á göngunum undir Almannaskarð 24. júní n.k.

Ákveðið er að formleg opnun á göngunum undir Almannaskarð verði 24. júní. Athöfnin hefst við göngin og eftir að þau hafa formlega verið opnuð verður haldið á Hótel Höfn þar sem opnunarhátíðin heldur áfram. Reynir Gunnarsson hjá Vegagerðinni segir að ekki sé endanlega frágengið hvernig dagskráin verður og m.a. er verið er að koma því heim og saman hver fær að aka vígsluferðina í gegn um göngin. Byrjað var á miðvikudag að setja bundið slitlag á veginn norðan ganganna og að því loknu verður lagt á veginn sunnanmegin og inn fyrir Dynjanda. Starfsmenn í göngunum eru nú að leggja lokahönd á þessa miklu framkvæmd sem hófst 16. apríl 2004 eftir að Sturla Böðvarsson hafði sprengt fyrstu hleðsluna. Lesa meira

 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)