Maí
  • Þrekmeistarinn 2005
  • Þrekmeistarinn 2005
  • Þrekmeistarinn 2005
  • Þrekmeistarinn 2005
  • Þrekmeistarinn 2005
  • Þrekmeistarinn 2005

Skvetturnar í 2 sæti af 18 á bikarmeistaramóti Þrekmeistarans

Eftir langt og strangt æfingatímabil uppskáru skvetturnar 2 sæti af 18 á bikarmeistaramóti Þrekmeistarans sem fram fór á Akureyri um helgina. Keppnin er í rauninni boðkeppni þar sem hver liðsmaður keppir í tveimur greinum og þarf að ná sem bestum tíma. Í hverju liði eru 5 keppendur og í keppninni í ár voru keppendur frá aldrinum 16-45 ára. Greinarnar sem keppt er í eru :Hjól, róður, niðurtog, fótalyftur, armbeygjur, uppstig, uppsetur, axlarpressur, hlaup og bekkpressa. Keppnin hefur sjaldan verið eins sterk og í ár voru öll met sleginn og metþátttaka. Hornfirðingurinn Pálmar Hreinsson bætti Íslandsmetið sem hann átti um rúmlega mínútu. Í fyrsta sæti í kvennaflokki voru Rauðu djöflarnir 1 frá Vestmannaeyjum með tímann 15:10 og Skvetturnar í öðru með tímann 15:17. Það sýnir best hve keppninn var hörð í ár að sigurlið síðustu þriggja ára lenti í þriðja sæti. Þessi keppni hentar vel fyrir alla sem hafa áhuga á líkamsrækt og langar að hafa eitthvað að stefna að.

Það er gaman að segja frá því að í liði hjá Svettunum er aldurinn 17- 37 ára og þar af þrjár tvíburamömmur, keppnin hentar því öllum. Verið er að athuga hvort möguleiki er á að stofna fleiri lið á Hornafirði fyrir næsta mót sem væntalega verður í október.

Í Skvettunum eru : Karítas Þórarinnsdóttir, Hulda Björk Svansdóttir, Sigríður Arna Ólafsdóttir,  Kolbrún Björnsdóttir og Sólrún Sigurjónsdóttir. Þær vilja koma á framfæri þökkum til allra sem studdu þær vegna keppninnar og fyrirtækin sem góðar þakkir fá eru; Sparisjóður Hornafjarðar, Hornafjarðarbær, Ferðaþjónusta Litla-Hofi, Landsbankinn, Kaffihornið, Tannlæknastofa Héðinns, Hárgreiðslustofa Jónu Margrétar og Apótek Hornafjarðar.

 


 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)