Maí
  • Notið veðurblíðunnar á milli æfinga
  • Karlakórinn Jökull

Karlakórinn í tónleikaferð til Siglufjarðar

Karlakórinn Jökull lagði á stað ásamt fylgdarliði sínu um hádegi sl.föstudag í tónleikaferð til Siglufjarðar og voru komnir á ákvörðunarstaðinn nákvæmlega kl. 24 um kvöldið. Þar var tekið þvílíkt vel á móti okkur af Karlakór Siglufjarðar og þeir byrjuðu á að bjóða okkur kaffiveitingar í kirkjunni segir Borgþór Freysteinsson. Þegar búið var að hressa mannskapinn með góðum veitingum var haldið á hótel Hvanneyri þar sem við gistum. Á laugardagsmorgun mættum við eldhressir í morgunverðinn kl..9 og um kl.11.30 bauð Karlakór Siglufjarðar okkur í skoðunarferð í síldarsafnið sem þeir sýndu okkur og fræddu um þetta skemmtilega og mikla safn og síðan buðu þeir uppá léttan hádegisverð. Þegar búið var að gera matnum skil tóku kórarnir lagið saman.

Tónleikarnir byrjuðu kl. 17 og var kórnum frábærlega vel tekið og mikið fagnað og sungin mörg aukalög einnig sungu kórarnir saman þrjú lög . Einsöngvari var Erlingur Arason og m.a söng hann lagið Hljómar af hófataki, texti eftir Guðbjart Össurarson og lag eftir Jóhann Morávek, við mikinn fögnuð áheyrenda.

Um kvöldið var sameiginlegur kvöldverður hjá kórunum og að honum loknum var dansað. Á sunnudagsmorgun var haldið heim og gekk ferðin í alla staði vel en orðið ansi vetrarlegt víða en þó snjólaust á veginum. Við erum gestgjöfum okkar á Siglufirði afskaplega þakklát fyrir frábærar móttökur segir Borgþór og hann á von á að Siglfirðingarnir endurgjaldi heimsóknina við fyrsta tækifæri.


 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)