Maí
  • Hreinsunardagur Hafnarskóla 2005
  • Hreinsunardagur Hafnarskóla 2005
  • Hreinsunardagur Hafnarskóla 2005

Hreinsunardagur Hafnarskóla 2005

Víða um Höfn mátti sjá krakkana úr Hafnarskóla ásamt kennurum sínum týna rusl um bæinn því í dag er hinn árlegi hreinsunardagur skólans. Þá taka nemendur og kennarar höndum saman og hreinsa bæinn og er afraksturinn alltaf margir pokar fullir af rusli, sem hefur safnast saman á víðavangi yfir veturinn. Ekki létu krakkarnir það á sig fá þó svo að það væri smá vindgustur. Krakkarnir eru á ferðinni fram undir hádegi, en þá er boðið til grillveislu við Hafnarskóla og þar mætir foreldrafélagið og aðstoðar við grillið.

Í grillveislunni taka krakkarnir svo hraustlega til matar síns, enda mikil orka búin að fara í erfiði morgunsins.


 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)