Maí
  • Myndasafn 563

Hjóladagur fjölskyldunnar á HöfnSlysavarnakonurnar í Framtíðinni verða með sinn árlega hjóladag á morgun, laugardaginn 7. maí kl.13.00. Byrjað verður á að allir mæta út við íþróttahús og þar fer fram hjóla og hjálmaskoðun.
Slysavarnakonurnar sjá um hjálmaskoðunina en lögreglan skoðar hjólin, björgunarsveitastrákarnir sjá um hjólaþrautir og verða með björgunarsveitarbílinn á staðnum. Þegar skoðun á hjólum og hjálmum er lokið verður hjólað af stað og verður björgunarsveitarbíllinn með í ferðinni. Hjólaleiðin fyrir yngstu þátttakendurna er eftir Víkurbrautinni út að Slysavarnahúsi en eldri hjólreiðamenn fara lengri ferð og verður látið ráðast af veðri hvert hjólað verður og lögreglan verður með í hjólaferðinni. Allir fá einhvern glaðning og hressingu að hjólaferð lokinni.

Hjóladagur fjölskyldunnar hefur verið haldinn árlega í um 13 ár og hafa slysavarnakonur haft veg og vanda og verið forsvarsmenn hjóladagsins frá byrjun með góðri hjálp lögreglu, björgunarsveitarinnar og Kíwanismenn voru alltaf með þar til í fyrra. Þetta er góður dagur til að fara að dusta rykið af hjálmum og hjólum og láta ath. hvort ekki sé allt í góðu lagi með búnaðinn eftir veturinn. Slysavarnakonurnar vilja á og með þessum degi hvetja alla til að koma hjólandi og vera með hjálmana og ekki síður þá fullorðnu. Verum góð fyrirmynd barnanna okkar.

  

Sjá myndasafn: Hjóladagurinn 2004

  


 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)