Maí
  • Hornafjarðarós, endurbættur með varnargörðum (Mynd SMS)

Alþjóðleg ráðstefna um rannsóknir á náttúrufari hafs og strandar...

Dagana 5. til 8. júní 2005 verður haldin hér alþjóðleg ráðstefna á Höfn (Second International Coastal Symposium) sem fjallar um rannsóknir á náttúrufari hafs og strandar, öryggi sjófarenda og mannvirki á ströndinni. Undirbúningur fyrir ráðstefnuna er í fullum gangi. Svipuð ráðstefna var haldin hér árið 1994. Alls hafa borist 110 fyrirlestrar og greinar frá fræðimönnum í 27 löndum. Á ráðstefnunni verður megin áherslan lögð á hönnun og viðhald innsiglinga, efnisflutninga við strendur, brimvarnargarða og sjóvarnir, öldufar og öryggismál sjófarenda. Meðal þess efnis sem íslenskir fræðimenn munu leggja áherslu á eru hönnun og bygging bermugarða, landris vegna bráðnunar jökla og spár um áhrif vegna þess, rof við Jökulsá á Breiðamerkursandi og varnir við því, ásamt öryggismálum sjófarenda. Að ráðstefnunni standa Sveitarfélagið Hornafjörður, Siglingastofnun, Háskóli Íslands og Samgönguráðuneytið.

Margir áhugaverðir fyrirlestrar verða á ráðstefnunni sem snerta umhverfi okkar hér í Hornafirði og eru áhugasamir hvattir til að skrá sig sem fyrst, það er hægt að gera hér. Þátttakendur fá afhenda bók og geisladisk með öllum fyrirlestrunum. Fullbúinn dagskrá verður birt á heimasíðu ráðstefnunnar 25. maí næstkomandi. Frekari upplýsingar um ráðstefnuna er að finna á heimasíðu ráðstefnunnar www.icecoast.is.


 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)