Maí
  • Ragnar Frank, þjóðgarðsvörður

Bandaríkin 10-15 árum á undan okkur bæði í sóma og ósóma

Dagana 5.-7.maí var haldin í Freysnesi ráðstefna á vegum Umhverfisráðuneytisins og Norrænu ráðherranefndarinnar þar sem mættu 110 manns frá níu þjóðlöndum. Ragnar Frank þjóðgarðsvörður segir að þar hafi m.a.verið rætt um þjóðgarða og gildi þeirra, ekki síst til heilsueflingar. Nú eru menn farnir að hugsa um að útivist og náttúruleg útivistarsvæði geta stuðlað að meiri og betri vellíðan fólks í hverju landi, bæði andlega og líkamlega heilsu þess. Sýndar voru myndir frá Bandaríkjunum frá 1991 en þá voru 3-4 ríki þar sem var offituvandamál, síðan komu myndir frá 2003 og þá var þetta offituvandamál komið um öll Bandaríkin. Eins og við vitum þá eru Bandaríkin 10-15 árum á undan okkur bæði í sóma og ósóma og þetta er skelfileg þróun sem þarf að snúa við og þarna kom fram að norræn ríki þurfi að horfast í augu við aukin vandamál vegna offitu og að nútíma lífstíll einkennist af hreyfingarleysi.

Ragnar segir að rætt hafi verið um þjóðgarða á norðurlöndum og hvernig unnið er að undirbúningi þeirra. Flutt voru erindi frá öllum aðildarlöndum ráðstefnunnar þar sem menn voru að bera saman bækur sínar og það furðulega var að það eru sömu málin á þessum stöðum sem menn eru að berjast við. Það skiptir ekki máli hvernig landslagið lítur út hvort það eru jöklar, skógar eða annað, það er manneskjan sem er að heimsækja svæðið og þær væntingar sem hún gerir, hvernig koma skal upplýsingum á framfæri og hvað er gert til að allt passi inn í landssvæðið.

Miðað við Bandaríkin erum við aftarlega í þessum málum segir Ragnar, við erum núna að glíma við sömu vandamálin og þeir voru með á árununum 1970-80, okkar þróun í þjóðgörðum er þetta langt á eftir. Rætt var um að menn vildu gjarnan sjá sauðfé og önnur húsdýr á beit á ákveðnum svæðum í þjóðgörðum og rætt var um hvernig heimamenn gætu komið inn í málefni þjóðgarðsins og að það yrði efnahagslegur ávinningur að búa í nágrenni þjóðgarðs, að þar séu tækifæri en ekki verið að banna og banna heldur hvernig hægt væri að láta það falla vel inn í myndina.

Eftir hádegi á föstudeginum var ráðstefnufólki skipt niður í fimm hópa og farið í kynnisferð um þjóðgarðinn og út á Skeiðarársand. Veður var hið fegursta og var fólkið afskaplega hrifið af því sem fyrir augu bar og það er óhætt að segja að ráðstefnan í heild hafi tekist eins og best varð á kosið segir Ragnar Frank.


 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)