Maí
  • Flugvöllurinn við Freysnes
  • Flugvöllurinn við Freysnes
  • Flugvöllurinn við Freysnes

Óskað eftir skráningu flugbrautar í Freysnesi

Á síðasta fundi Bæjarráðs Hornafjarðar var tekið fyrir bréf frá Önnu Maríu Ragnarsdóttur í Freysnesi, þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins varðandi umsókn um skráningu flugbrautar í landi Feysness. Kom fram að brautin er á aðalskipulagi og þar hefur áður verið starfsemi þrátt fyrir að völlurinn væri ekki skráður. Ný reglugerð um flugvelli gerir ráð fyrir að sveitarfélag veiti umsögn um slíka umsókn en sambærilegt mál hefur ekki áður komið til kasta flugmálastjórnar. Hjalti Þór Vignisson taldi að ekki yrði neytt því til fyrirstöðu að afgreiða þetta mál og vísaði Bæjarráð málinu til starfsmanna og afgreiðslu á næsta fundi. Tvær flugbrautir eru á flugvellinum í Freysnesi, gömul braut 6-700 metrar og aðalbrautin sem er 1000 metra löng.

Jón Benediktsson í Freysnesi segir að stefnt sé á að gera flugbrautina betri og setja slitlag á hana en það verði þó ekki mögulegt í sumar. Atlandsflug verður með aðstöðu á Freysnesflugvelli fyrir útsýnisflug í sumar og hefst það í byrjun júní. Jón segir að flugvélar s.s. Dornier hafi lent þarna á flugvellinum með 19 manns innanborðs og ekkert virðist því til fyrirstöðu að þær vélar geti nýtt aðstöðuna þarna þegar á þarf að halda.


 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)