Maí
  • Krakkar í Heppuskóla

Sáu sjálf um allt frá upptöku til klippingar8. bekkur Heppuskóla hefur í vetur unnið að gerð forvarnarmyndbanda og var afraksturinn sýndur í síðustu viku í Sindrabæ. Búnir voru til sex flokkar af myndum sem fjölluðu um eiturlyf, útivist, samskipti, reykingar,áfengi og einelti. Krakkarnir hafa lagt mikla og góða vinnu í þetta verk og var útkoman mjög skemmtileg og sýndu að þau hafa auðugt ímyndunarafl. Krakkarnir gerðu handritin sjálf og sáu þau sjálf um allt frá upptöku til klippingar. Það má draga ýmiskonar lærdóm af því að vinna svona verk, ekki bara þann boðskap sem myndirnar bera í sér, heldur líka gott samstarf og alla þá tæknilegu vinnu sem þarf að ná tökum á við gerð svona mynda. Valin var besta myndin og skemmtilegasta hugmyndin og fengu þeir krakkar sem voru í þeim hópum pizzuveislu að launum.

Guðmundur Ingi skólastjóri afhenti öllum krökkunum viðurkenningu fyrir þátttöku í verkefninu.
Verkefni þetta er nú unnið annað árið í röð og er samstarfsverkefni Heppuskóla og Æsku-og tómstundaráðs Hornafjarðar.


 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)