Maí
  • Freysnes, framkvæmdir
  • Freysnes, framkvæmdir
  • Freysnes, framkvæmdir
  • Freysnes, framkvæmdir

Nýju húsin í Freysnesi munu standast öll veður

Hús í Freysnesi sem fauk til á grunninum í fárviðrinu sem þar varð í vetur hefur verið fjarlægt og því komið fyrir neðan við söluskálann og þegar viðgerð á því líkur verður það notað fyrir starfsfólk hótelsins. Á mánudaginn voru fimm húseiningar settar upp þar sem húsið stóð og í þeim verða tíu eins manns herbergi með baði. Þetta verða mjög notaleg herbergi þó þau séu ekki stór og rúmin þar eru breiðari en þessi venjulegu rúm og betri segir Anna María hótelstjóri í Freysnesi. Húsaeiningarnar eru Tékkneskar, samskonar og áður hafa verið settar upp við hótelið. Anna María á von á að þessi hús muni standast öll veður þar sem hver eining sé um 7 tonn. Í Freysnesi er gistirými fyrir 130 manns.

Anna María segir að stærð hótelsins eins og það er í dag sé mjög hentug og á hún ekki von á að þau fari út í stækkun á því að svo stöddu þó alltaf vanti gistingu yfir aðal ferðamannatímann. 25 manns starfa í Freysnesi yfir sumartímann.


 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)