Maí
  • Jöklasýning, ný
  • Jöklasýning, ný
  • Jöklasýning, ný
  • Jöklasýning, ný
  • Jöklasýning, ný

Íshellirinn kemur frá Pinewood Studios

Það er óhætt að segja að að það hefur verið líf og kraftur í húsakynnum Jöklasýningarinnar við Hafnarbraut 30 undanfarið þar sem verið er að undirbúa opnun sýningarinnar eftir umfangsmiklar breytingar. Síðustu daga hafa menn frá Sviðsmyndum unnið að uppsetningu á sviði með jökulsprungu fjalla- og jöklakofa o.fl. og í gær komu fimm Bretar með íshelli sem þeir eru byrjaðir að setja upp. Íshellirinn er framleiddur í Pinewood Studios í Englandi þar sem sviðsmynd fyrir James Bond er einnig gerð. Sýningargestir geta sem sagt gengið um íssprungu, inn í íshelli og jöklakofa og upplifað jöklastemningu Stefnt er á að allt verði tilbúið í lok næstu viku þegar þessi nýja og endurbætta jöklasýning verður formlega opnuð föstudaginn 3.júní á Höfn og verður opin allt árið frá og með 4. júní nk. Í boði er upplifun, fræðsla um náttúruna á þessum slóðum og jöklafræði fyrir gesti með mismunandi undirbúningsþekkingu. Ein bíómynd er sýnd á stóru tjaldi og þrjár nýjar verða sýndar á 42? skjám.

Gestir verða einnig þáttakendur í sýningunni og ýmis margmiðlun í gangi s.s. upplýsingar í tölvum, ýmis hljóð, líkön og aflestur mælitækja. Jöklasýningin er miðsvæðis í bænum þar sem útsýni til jökla blasir við úr sýningarsölum. Nú býðst gestum einnig að fara upp á útsýnispall á þaki hússins, þar sem einstaklega fallegt útsýni er til allra átta. Um er að ræða afar metnaðarfulla sýningu sem ætlað er að uppfylla ákveðna eftirpurn eftir menningartengdri þjónustu og hefur Björn G. Björnsson séð um hönnunina. Nýtt kynningarefni um Jöklasýninguna verður útbúið þegar hægt verður að taka ljósmyndir af nýrri sýningu. Það verður opið hús á Jöklasýningunni laugardaginn 4. júní, ókeypis aðgangur og eru bæjarbúar hvattir til að líta imm og skoða þessar miklu og æfintýralegu breytingar sem búið er að gera á jöklasýningunni.


 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)