Maí
  • Fjöldi manns mætti til að fagna við Almannaskarð

Opnun á göngunum undir Almannaskarð 24. júní n.k.

Ákveðið er að formleg opnun á göngunum undir Almannaskarð verði 24. júní. Athöfnin hefst við göngin og eftir að þau hafa formlega verið opnuð verður haldið á Hótel Höfn þar sem opnunarhátíðin heldur áfram. Reynir Gunnarsson hjá Vegagerðinni segir að ekki sé endanlega frágengið hvernig dagskráin verður og m.a. er verið er að koma því heim og saman hver fær að aka vígsluferðina í gegn um göngin. Byrjað var á miðvikudag að setja bundið slitlag á veginn norðan ganganna og að því loknu verður lagt á veginn sunnanmegin og inn fyrir Dynjanda. Starfsmenn í göngunum eru nú að leggja lokahönd á þessa miklu framkvæmd sem hófst 16. apríl 2004 eftir að Sturla Böðvarsson hafði sprengt fyrstu hleðsluna.

Göngin verða opin öllum farartækjum að hámarkshæð 4.20 m. en gæti sloppið í gegn með hæðina 4.40 m. Sé um meira háfermi að ræða þarf að fara veginn um Almannaskarð en honum verður haldið akfærum, en sunnan megin verður vegurinn lokaður með keðju vegna slysahættu.. Norðan við skarðið verður opið upp á útsýnisplanið í Almannaskarði en þaðan er víðsýnt og stórfenglegt útsýni yfir Hornafjörðinn.


 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)