Maí
  • Ofurhaninn
  • Ofurhaninn
  • Ofurhaninn
  • Ofurhaninn

Ofurhaninn Loftur og barátta hans við ill öfl

Tveir ungir menn í Hafnarskóla, Ásgrímur Arason og Bragi Emilsson hafa í vetur samið fimm teiknimyndasögur um Ofurhanann Loft og baráttu hans við ill öfl. Einnig gerður þeir félagar eina teiknimyndasögu um Sigurð Fáfnisbana. Bækurnar um Ofurhanann Loft er hægt að fá lánaðar í bókasafni Hafnarskóla og hafa þær verið vinsælustu og mest eftirsóttustu bækur safnsins í vetur og svo vinsælar að það hafa myndast biðlistar eftir að fá þær lánaðar. Frá því að fyrsta bókin kom út í nóvember hafa krakkarnir beðið spennt eftir framhaldinu en fimmta og síðast bókin, Litli páskahérinn sem er mest spennandi, kom út eftir páskana. Höfundarnir eru að vonum ánægðir með þessar góðu viðtökur. Þeir segjast skipta með sér verkum þannig að Bragi skrifar söguna og Ásgrímur teiknar og bækurnar hafa þeir alveg unnið í skólanum.

Þetta er síðasti vetur þeirra félaga í Hafnarskóla og í haust byrja þeir nám í Heppuskóla og þeir eiga ekki von á að þar gefist tími fyrir teiknimyndasögur með náminu í 8.bekk því leita þeir nú að einhverjum í Hafnarskóla sem getur og vill halda áfram með spennusögurnar með Ofurhananum Lofti og hjálparhundinum hans. Þeir segja að vel komi til greina að halda áfram að semja teiknimyndasögur þegar tími vinnst til og þá verður líklega tölvutæknin notuð í stað blýantsins.


 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)