Júní

Félagsmót 2005

Félagsmót Hornfirðings 2005 - úrslit

Félagsmót hestamannafélagsins Hornfirðings var haldið 25.-26. júní á Fornustekkum í ágætu veðri, lítilsháttar rigningu og þoku á laugardeginum, en í sól og blíðu á sunnudeginum þegar úrslit fóru fram. Skráð voru um 50 hross til keppni og eitthvað færri knapar í hinum ýmsu flokkum og allt mótshaldið gekk vel fyrir sig bæði hjá félagsmönnum og dómurum. Á laugardagskvöldið var útigrill við félagsheimilið í Stekkhól og síðan var fjölmennt í hópreið út í Skóey á eftir. Dómarar mótsins voru Sveinn Jónsson, Magnús Halldórsson og Guðmundur Hinriksson. Knapi mótsins var Jóna Stína Bjarnadóttir Fornustekkum og hestur mótsins, Baun frá Kúskerpi, eigandi Pálmi Guðmundsson. Lesa meira
Selir á Jökulsárlóni

Selirnir á Jökulsárlóni ánægðir með athyglina

Fjöldi landsela hefur lífgað upp á umhverfið við Jökulsárlón undanfarið. Selirnir halda sig framarlega í lóninu og eru oft 20-30 í hóp á jökunum. Þetta vekur mikla ánægju hjá þeim sem sigla um lónið og selirnir eru orðnir vanir umferðinni og eru ánægðir með athyglina. Utan við Jökulsárósinn sveima hnísur og hrefnur og koma uppundir fjöru. Einar Björn Einarsson staðarhaldari við Jökulsárlón er mjög ánægður með þennan aukabónus á allt það stórfenglega sem Jökulsárlón hefur uppá að bjóða. Haförn sveimaði yfir lóninu um daginn og er það í fyrsta sinn sem Einar Björn sé haförn á þessu svæði. Kríuvarpið er svipað og hefur verið árin á undan og hefur það alltaf mikið aðdráttarafl á ferðamennina og því grimmari og aðgangsharðari sem krían er því meira gaman. Lesa meira
Almannskarðsgöng opnun

Fyrsti bíll án aðstoðar upp Almannaskarðið fyrir 75 árum

Það voru tímamót í samgöngumálum í Hornafirði þegar bíll komst án aðstoðar upp Almannaskarðið fyrir 75 árum. Það var 18. nóvember 1929 að bíll frá Kaupfélagi Austur-Skaftfellinga fór með marga farþega frá Höfn upp í Lón en árið áður hafði reyndar annar vörubíll farið skarðið en þurfti töluverða hjálp, sagði Hreinn Haraldsson framkvæmdastjóri Vegagerðarinnar í ávarpi sínu eftir opnun jarðgangnanna undir Almannaskarð. Fram að þessum tíma hafði verið lestargata niður skriðuna en eftir 1930 fór vegurinn smá saman batnandi eftir því sem stórvirkari vinnuvélar komu til sögunnar. Föstudagurinn 24.júní var líka stór dagur í samgöngumálum Hornfirðinga þegar jarðgöngin undir Almannaskarð voru opnuð til umferðar. Lesa meira
Björgunarskipið Ingibjörg

Björgunarskipið Ingibjörg sækir sjúkling um borð í Smáey VE

Björgunarskipið Ingibjörg fór í morgun í sinn fyrsta leiðangur þegar skipið sótti slasaðan sjómann um borð í Smáey VE sem hafði skorist í andliti við að detta ofan í lest skipsins. Útkallið var um fjögur leitið í nótt og var björgunarbáturinn lagður af stað skömmu síðar. Björgunarskipið og Smáey VE mættust síðan skammt austur af Hrollaugseyjum þar sem sjúklingurinn var færður um borð í björgunarskipið og síðan var haldið til Hafnar. Björgunarskipið kom í land með hinn slasaða um 8 leitið í morgun þar sem hann var færður undir læknishendur. Að sögn Jónasar Friðrikssonar hjá Björgunarfélagi Hornafjarðar gekk ferðin mjög vel, smá undiralda á leiðinni og reyndist skipið mjög vel í alla staði. Lesa meira

 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)