Júlí

Flugeldasýning Jökulsárlóni 2004

Flugeldasýningin á Jökulsárlóni 13. ágúst

Flugeldasýningin sem haldin hefur verið árlaga á Jökulsárlóni um Verslunarmannahelgina verður seinkað um tvær vikur og mun fara fram laugardagskvöldið 13.ágúst n.k. Einar Björn Einarsson staðarhaldari á Jökulsárlóni segir tvær megin ástæður fyrir breytingu á tímasetningunni, í fyrsta lagi þá gefst þeim sem leggja land undir fót um Verslunarmannahelgina kostur á að mæta og svo hin ástæðan sem er að hægt verður að byrja sýninguna fyrr um kvöldið en undanfarin ár hefur hún byrjað á miðnætti. Það munar um tvær vikur hvað dimmir fyrr segir Einar Björn. Lesa meira
Efst á hryggnum frá Vestur-Hnútu að Þumli. Morsárdalur og Skaftafell í baksýn. (mynd: Einar Sig)

2119...eða hvað?

Á morgun þriðjudaginn, 26. júlí munu Landmælingar Íslands í samvinnu við Landhelgisgæsluna og Jarðvís-indastofnun Háskóla Íslands hefja mælingar á hæð Hvannadalshnúks, hæsta tinds landsins. Flogið verður með mælitæki upp á Hvannadalshnúk þar sem þau munu safna gögnum í tvo sólarhringa áður en þau verða sótt aftur. Í sömu ferð verður einnig komið fyrir mælitækjum á tveimur öðrum stöðum í nágrenni hnúksins til að fylgjast með hreyfingum jarðskorpunnar undir Öræfajökli. Þegar tækin hafa verið tekin niður hefst úrvinn-sla gagna og munu niðurstöður mælinganna liggja fyrir í byrjun ágúst og þá verði skorið úr um hæð Hvan-nadalshnúks. |nl| Lesa meira
Frelsi við Hornsvík

Lenti í miklu brimi við Hornsvík

Kjartan lagði af stað frá Hornsvík kl. 13:30 í dag í miklu brimi eins og meðfylgjandi myndir sýna sem Sigurjón Björnsson tók þar. Miklir og erfiðir straumar voru til þess að hann átti í erfiðleikum með að komast af stað en allt auðvitað hafðist þetta með seglunni sem ekki er skortur af hjá róðrarkappanum. Þannig var þetta alla leiðina til Hafnar sem var í fylgd með Birni Lóðs Ósinn síðasta kaflann. Kjartan kom til Hafnar kl. 15:23. Fjöldi manns sigldi á móti honum þar á meðal þeirra var bæjarstjórinn Albert Eymundsson. Nú mun Kjartan safna kröftum fyrir erfiðasta kaflann sem er framundan. Lesa meira
Tour til Fáskrúðsfjörður

Hjóla frá Reykjavík til að taka þátt í Frönskum dögum

Á þriðjudagskvöld kom til Hafnar 5 manna hópur hjólreiðamanna sem eru að hjóla frá Reykjavik til Fáskrúðsfjarðar til að taka þátt í Frönskum dögum á Fáskrúðsfirði sem fara fram næstu helgi. Ferðalangarnir eru frá 11 til 53 ára, allir Fáskrúðsfirðingar sem búa bæði á Fáskrúðsfirði og höfuðborgarsvæðinu. Ferðin er farin í 8 áföngum, þ.e ferðin frá Reykjavík til Fáskrúðsfjarðar farin á 8 dögum. Hver áfangi ferðarinn er frá 70-115 km. Síðasti áfanginn áður en til Hafnar var komið var frá Hofi í Öræfum til Hafnar sem eru 110 km. Hópurinn gisti á tjaldstæðinu á Höfn og hét þaðan í gær til Djúpavogs. Lesa meira

 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)