Ágúst

Slatur_ Unnur Guðmundsdóttir

Alls verður slátrað um 600 dilkum

Sumarslátrun dilka hófst í sláturhúsi Norðlenska á Höfn í síðustu viku. Alls verður slátrað um 600 dilkum úr Suðursveit, Álftafirði og Breiðdal. Einar Karlsson sláturhússtjóri segir að dilkarnir séu vænir og meðalvigt þeirra 150 sem búið er að slátra vera 14.7 kg sem sé mjög gott miðað við sumarslátrun. Allt kjöt frá sl. hausti hjá afurðasölu Norðlenska á Höfn er uppselt og nú geta þeir sem áhuga hafa á að fá sér nýtt, ferskt eða frosið lambakjöt keypt heila skrokka í sláturhúsinu. Aðeins sex manns hafa starfað við slátrunina núna og ástæðuna fyrir því að svo fáliðað sé segir Einar einfaldlega vera þá að það sé ekkert fólk að fá til starfa. Lesa meira
Meistaraflokkur

Sindramenn komnir í undanúrslitin!!!

Eftir frábæran sigur á Víði úr Garði eru strákarnir í meistaraflokki komnir í undanúrslit 3. deildarinnar. Sindramenn komust yfir strax á 3. mínútu leiksins með marki frá Seval beint úr aukaspyrnu. Þessa forystu létu strákarnir ekki af hendi og leikurinn endaði 1-0. Sannarlega frábær úrslit og voru Víðismenn að tapa sínum fyrsta leik í sumar. Viðureignin endaði því 2-1 Sindra í vil þar sem fyrri leikur liðanna á Sindravöllum endaði 1-1 og baráttan heldur því áfram hjá Sindra en Víðir er úr leik. Lesa meira
Kvennakórinn

Starfsemi Kvennakórs Hornafjarðar hefst á ný

Nú þegar skólarnir eru byrjaðir og tilveran farin að færast í haustbúninginn byrja félagasamtök starfsemi sína eftir góða hvíld í sumar. Kvennakór Hornafjarðar byrjar sína starfsemi á aðalfundi sem haldinn verður n.k. föstudag. Síðasta vetur var mikill kraftur í starfsemi kórsins og hélt hann jólatónleika fyrir fullu húsi í Nýheimum, tónleika með hljómsveitinni Barducca í vor og fór á Kvennakóramót svo eitthvað sé nefnt. Um fjörutíu konur æfðu með kórnum í fyrra undir stjórn Sigjóns Bjarnasonar, og vonum við að enn fleiri verði með í vetur og eru allar konur sem áhuga hafa á söng og skemmtilegu félagsstarfi hjartanlega velkomnar. Æfingar eru öll miðvikudagskvöld frá kl. 20.15 til kl. 22.15 og einnig hafa raddirnar hist í 40.mín á laugardagsmorgnum. Lesa meira
Uppskipun

Í jöklanna skjóli

Þjóðminjasafn Íslands og Kvikmyndasjóður Skaftfellinga hafa tekið höndum saman um að sýna heimildakvikmyndina Í jöklanna skjóli sem Vigfús Sigurgeirsson ljósmyndari tók á árunum 1952-1954 í Skaftafellssýslum. Skýringartexta samdi Jón Aðalsteinn Jónsson og er hann jafnframt flytjandi textans. Kvikmyndin er í all mörgum þáttum og verða tveir til þrír þættir sýndir hverju sinni. Kvikmyndin verður sýnd í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands við Suðurgötu fyrsta fimmtudag hvers mánaðar næstu fjóra mánuði og verður fyrsti hlutinn sýndur fimmtudaginn 1. september kl. 17:00. Lesa meira

 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)