September

Jóna-Edvalds-og-Askell_IMG_

Jóna Eðvalds landaði 250 tonnum af síld

Jóna Eðvalds, skip Skinneyjar Þinganess, landaði á Hornafirði í gær 250 tonnum af síld sem fékkst í einu kasti á ,,Gauraslóðinni’’ 12 mílum suðaustan við Papey. Fyrstu síldina á þessu hausti 40 tonn, fékk Jóna Eðvalds 20.sept. Sverrir Aðalsteinsson sagði að þetta væri góð síld sem færi í frystingu. Ásgrímur Halldórsson SF kemur til veiða fyrir Skinney Þinganes núna um helgina og fer fljótlega á síldveiðar einnig er á næstunni von á síldveiðiskipinu Áskeli sem veiðir fyrir Skinney Þinganes. Sverrir sagði að enn vantaði fólk til vinnu og beiðni lægi inni hjá útlendingastofnun um leyfi fyrir sjö manns. Við eigum von á Svíum og erum að sækja um atvinnuleyfi fyrir fólk frá Filippseyjum, Braselíu, Póllandi og Bosníu-Hersegóníu. Margir erlendir starfsmenn eru í vinnu hjá okkur og þetta eru góðir og duglegir starfsmenn. Lesa meira
Hópurinn

Á leið til Ungverjalands

Mánudaginn 10. október næstkomandi fara 10 nemendur úr FAS í hálfsmánaðar ferðalag til Ungverjalands. Þetta eru krakkar sem hafa verið þátttakendur í svokölluðu Water and Fire verkefni sem hófst eftir áramótin. Með í för verða einnig tveir kennarar, Halldór Tjörvi og Hjördís Skírnisdóttir. Upphaf þessa má rekja til þess að FAS var boðin þátttaka á ráðstefnu í Brussel um miðjan janúar síðast liðinn. Þar var Evrópusambandið að kynna nýja áætlun í menntamálum sem snýst um það að fá skóla víðs vegar í Evrópu til að vinna saman og nota netið sem samstarfsvettvang. Fljótlega komust á kynni við skóla í vestanverðu Ungverjalandi í bæ sem heitir Zalaegerszeg. Í hvorum skóla eru 10 nemendur sem koma að verkefninu og var afraksturinn settur á vefsíðu sem ber nafnið http://waterfire.fas.is/ og er áherslan lögð á að kynna land og þjóð. Lesa meira
Guðbrandur spilar

Startmót Bridgefélags Hornafjarðar

Sunnudaginn 25. sept. var fyrsta mót vetrarins hjá Bridgefélagi Hornafjarðar. Nú er ákveðið að byrja á tveggja kvölda startmóti þar sem betri árangur gildir til sigurs. 5 pör mættu til keppni og þó að auglýst hefði verið að spilamennska byrjaði stundvíslega kl. hálf átta, voru menn að koma þó nokkuð eftir þann tíma en ætla að gera betur næst og mæta þá stundvíslega kl. 19:30. Það er alltaf betra að mæta tímanlega, því að stundum þarf að hringja út auka mannskap. Úrslit þetta fyrra kvöld startmótsins var sem hér segir: 1. sæti Sverrir Guðmundsson - Birgir Björnsson 1194 stig (59,7%), 2. sæti Árni Stefánsson - Sigfinnur Gunnarsson 1092 stig (54,6%) og í 3. sæti Gunnar Páll Halldórsson - Steinarr Guðmundsson 1076 stig (53,8%) Lesa meira
Hornabær

Bjartsýnn á góða starfsemi í Hornabæ

Fréttamenn vefsins hafa mikið verið spurðir frétta af kaupum Sælgætisgerðarinnar Freyju á Hornabæjarhúsinu og hvenær starfsemi þar hefjist. Til að fá svör við þeirri spurningu var haft samband við Jón Guðmundsson sem ásamt bróður hans Ævari eiga Sælgætisgerðina Freyju. Jón tók fyrirspurn okkar ljúfmannlega og sagði að ekki væri tímabært að gefa miklar yfirlýsingar ennþá og staðan væri sú að ekki væri búið að fastsetja hver starfsemin í Hornabæ yrði en sælgæti yrði það. Kaupin á Hornabæ gerðust að segja má í fljótheitum og vegna annríkis hjá okkur höfum við lítið getað spjallað um þessi mál og hvernig þau verða. Við byrjum á því að kíkja á húsnæðið og skoða hvað við höfum verið að kaupa og það þarf auðvitað að byrja á að gera ýmislegt fyrir húsnæðið síðan fara málin að skírast sagði Jón. Lesa meira

 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)