Október

Jarðstöðin í Hafnarneslandi

Örlög jarðstöðvarinnar við Höfn ekki ráðin

Nú þegar 25 ára sögu jarðstöðvarinnar Skyggnis sem er austan við Úlfarsfell er lokið og hann rifinn niður er spurt hvað verður um varajarðstöðina fyrir hann sem blasir við vegfarendum sem keyra til og frá Höfn, nánar tiltekið í landi Hafnarness. Samkvæmt upplýsingum frá Evu Magnúsdóttur upplýsingafulltrúa Símans hefur engin ákvörðun verið tekin um framtíð varajarðstöðvarinnar í Hafnarneslandi en sá búnaður hefur ekki verið í notkun í nokkra mánuði. Um árabil fóru millilandasímtöl um gervihnött í gegnum Skyggni, sem var um tíma eina símatengingin frá landinu. Frá 1994 þegar sæsímastrengurinn CANTAT var tekinn í notkun gegndi Skyggnir einkum hlutverki varastöðvar. Nú leysa sæstrengirnir FARICE og CANTAT hvor annan af ef bilun verður, en langan tíma tók að koma á varasambandi um gervihnött í gegnum Skyggni ef CANTAT bilaði. Lesa meira
Margrét Frímannsdóttir

Samfylkingin á Hornafirði stefnir í bæjarstjórn

Laugardaginn 29. október ætla félagar í Samfylkingunni á Hornafirði að hittast á Kaffihorninu kl. 15:00 og ræða fyrirhugað framboð sitt í væntanlegum sveitastjórnarkosningum í Sveitarfélaginu Hornafirði sem fer fram í maí á næsta ári. Gestur fundarins verður Margrét Frímannsdóttir, 1. þingmaður Suðurkjördæmis og formaður þingflokks Samfylkingarinnar. Að sögn Árna Þorvaldssonar þá hefur stjórn Samfylkingarinnar á Hornafirði stefnir á að bjóða fram sérlista Samfylkingarinnar í næstu sveitastjórnarkosningum og er þessi fundur með Margréti liður í undirbúningi að því framboði. Lesa meira
Frá undirritun samnings við Landbúnaðarráðuneytið

Landbúnaðarráðuneytið styrkir hestamannafélagið

Mánudaginn 24.okt. skrifuðu Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra og Albert Eymundsson bæjarstjóri undir samning þar sem Landbúnaðarráðuneytið og Sveitarfélagið Hornafjörður styrkja hestamannafélagið Hornfirðing til uppbyggingar og rekstrar reiðskemmu. Guðni Ágústsson sagði að mikil nauðsyn væri á byggingu reiðskemmu eða reiðhöll, hvort sem menn vildu nefna það, þetta hefði menningarlegt gildi fyrir sveitarfélagið og stuðlaði að uppbyggingu hestamennsku á svæðinu og nauðsynlegt væri að fjölga slíkum byggingum þar sem engin reiðhöll er á svæðinu frá Skagafirði austur og suður fyrir Hellu. Lesa meira
Stofnfundur ferðaklasa

Ferðaþjónustuklasa formlega hleypt af stokkunum

Ferðaþjónustuklasa Suðausturlands var formlega hleypt af stokkunum í gær, 26.okt. Athöfnin fór fram á Jöklasýningunni á Höfn að viðstöddum ferðaþjónustuaðilum í Sveitarfélaginu, bæjarstjóra, formanni bæjarstjórnar, Ernu Hauksdóttur framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar og Elvari K. Valsyni klasasérfræðingi frá Impru. Eftir að Ari Þorsteinsson hafði boðið gesti velkomna fór hann yfir helstu atriði við undirbúning Ferðaþjónustuklasans og þar kom fram að fyrir tæpu ári eða 12. nóv. 2004 var haldið málþing á vegum Frumkvöðlaseturs Austurlands, Atvinnumálanefndar Hornafjarðar og Atvinnuþróunarsjóðs Austurlands sem bar yfirskriftina Klasar, samstarf og samkeppni. Markmið þessa málþings var að fá svar við þeirri spurningu hvort klasa gæti verið dreifikraftur atvinnuþróunar í Sveitarfélaginu Hornafirði. Á málþingið mættu 40 manns, sem talið er vera góð mæting, og var það mat þeirra sem þarna mættu að klasa væri gott verkfæri til atvinnusköpunar. Lesa meira

 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)