Nóvember

Sólarlag við höfnina

Opinn fundur um haf- og fiskirannsóknir

Hafrannsóknastofnunin boðar til opins fundar um haf- og fiskirannsóknir á Hótel Höfn, í kvöld 30. nóvember kl. 20:00. Þar mun Jóhann Sigurjónsson forstjóri flytja erindi ásamt sérfræðingum stofnunarinnar þeim Þorsteini Sigurðssyni, sem talar um ástand uppsjávarfiskistofna, og Guðrúnu Helgadóttur sem ræðir um kortlagningu hafsbotns og búsvæða. Á eftir verða umræður og fyrirspurnum svarað. Fundarstjóri verður Albert Eymundsson. Jóhann Sigurjónsson forstjóri Hafró og starfsmenn stofnunarinnar hafa undanfarið verið á hringferð um landið og haldið fundi þar sem margvísleg málefni hafa verið til umræðu s.s. veiðarfærarannsóknir,árangur í stjórn fiskveiða, fæðuástand nytjastofna,einkum þorsks og hvort loðnuveiðar væru skynsamlegar í því tilliti, hver væri staða sandsílis og ástand fuglastofna t.d. kríu. Lesa meira
Borgarafundur_28.11.05

Níutíu manns mættu á Borgarafundinn

Rúmlega níutíu manns mættu á Borgarafundinn í Nýheimum sem haldinn var sl. mánudagskvöld sem er mæting með því besta sem gerist. Helstu mál fundarins voru bygging nýrrar sundlaugar sem ákveðið er að byggð verði vestan Heppuskóla og verði tilbúin sumarið 2007, einnig ný fjárhafsáætlun fyrir Sveitarfélagið, farið yfir aðalskipulag og þær breytingar sem þar eru fyrirhugaðar. Albert Eymundsson bæjarstjóri sagði að bæjarráð hefði samþykkt að skipa framkvæmda- og byggingarnefnd vegna fyrirhugaðra íþróttamannvirkja m.a. sundlaug og íþróttavöll. Nefndin skal skipuð fimm aðilum; einum fulltrúa frá hverju framboði og tveim án tilnefningar. Tillögur um nefndarskipun skal liggja fyrir á næsta bæjarráðsfundi. Samþykktar hafa verið 150 miljónir til framkvæmda á næsta fjárhagsári, m.a. til byggingar nýju sundlaugarinnar. Lesa meira
Linan

Fékk fyrsta vinning í Línunni

Um síðustu helgi, laugardaginn 26. nóvember var dregið í Línunni, styrktarhappdrætti slysavarnadeildarinnar Framtíðar. Alls voru vinningar 42. Reynir Ólason fékk fyrsta vinning. Hann hlaut ferð Höfn – Reykjavík, - Höfn frá Landsflugi. Slysavarnarkonur vildu koma á framfæri þakklæti til Landsflugs, Norðlenska, Landsbankanum, Slysavarnafélaginu Landsbjörgu, Esso, Hárgreiðslustofu Jónu Margrétar, Lyfju, Gróu Eyjólfsdóttur, Skinney/Þinganes, Kaffi-Horninu, Sparisjóðnum, Olís, Sporthöllinni, Jaspis og Andarsláturhúsinu sem og öðrum sem styrktu þær með vinningum í happdrættinu. Lesa meira
Nýheimar

Samningur um Háskólasetur á Höfn verður endurnýjaður

Nú er ljóst að á fjárlögum Alþingis verður Háskólasetrinu á Höfn veittar 7 milljónir kr. þannig að samningur um Háskólasetur á Höfn verður endurnýjaður. Þetta er góður grunnur fyrir áframhaldandi reksturs Háskólasetursins sagði Albert Eymundsson bæjarstjóri. Síðan er von á mótframlögum frá Háskólanum, Sveitarfélaginu og fleiri aðilum. Háskólasetrið hefur verið starfrækt í rúm þrjú ár og hefur fyrst og fremst verið rannsóknasetur en vilji heimamanna er að efla það og auka möguleika fólksins á staðnum að stunda menntun á háskólastigi í fjarnámi. Lesa meira

 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)