Desember

Dinner for One á Skjávarpi

The same procedure as every year

90 ára afmælið eða "Dinner for one" verður sýnt á SkjáVarpi gamlárskvöld kl. 2200. Hefð er fyrir því að sýna þennan stutta breska svarthvíta leikþátt um hver áramót í Þýskalandi, Danmörku og nokkrum öðrum Evrópulöndum. Leikþátturinn fjallar um hefðarfrúna Miss Sophie sem er að halda upp á 90 ára afmælið sitt. Vandamálið er að allir gestirnir í afmælinu eru ímyndaðir "vinir" sem allir hafa farið yfir móðuna miklu. En Miss Sophie heldur sínu striki og býður þeim til veislu á hverju ári og lætur eins og þeir séu allir mættir. Eins og sagt er í þeim löndum sem hafa haft þáttinn til sýningar um hver áramót,,, það eru engin áramót nema heyra þjóninn James og Miss Sophie segja “The same procedure as last year, Madam? - The same procedure as every year, James.” Lesa meira
Albert leggur saman

Hornafjarðarmeistaramótið í HornafjarðarMANNA

Hornafjarðarmeistaramótið árið 2005 var haldið í Nýheimum 29. desember. Þátttakendur voru 81. Úrslitakeppnin var spennandi að venju þar sem að lokum aðeins þrír spilarar keppa um titilinn. Þeir sem komust áfram í lokaumferðina voru Ingólfur Baldvinsson, Ragnar Sigurðsson og Sverrir Guðmundsson sem stóð uppi sem sigurvegari. Ingólfur varð annar og Ragnar þriðji. Útbreiðslustjórinn Albert Eymundsson var mjög ánægður með mótið og sagði að Hornafjarðarmannamótin gengju það vel orðið að stjórnandi þyrfti lítið að hafa sig í frammi. Lesa meira
Skjávarpstæki

Aldrei fleiri jólakveðjur á Skjávarpi en nú

Jóla- og áramótakveðjur SkjáVarps hafa fest sig í sessi enda verið hluti af jólastemmingunni á Hornafirði undanfarin 12 ár. Að þessu sinni voru um 130 kveðjur sendar voru út á SkjáVarpi sem er nýtt met. Nú ertu það ekki eingöngu félög, fyrirtæki og stofnanir sem senda kveðjur því einstæklingar hafa í auknum mæli nýtt sér þessa leið til að koma kveðju sinni á framfæri. Með textanum (kveðjunni) eru birtast bakgrunnsmyndir úr Sveitarfélaginu og undir þeim er spiluð jólatónlist. Sú nýbreytni verður nú tekin upp nýárskveðjur SkjáVarps verða einnig aðgengilegar á vefsíðu Skjávarps auglýsendum að kostnaðarlausu, nánar auglýst á SkjáVarpi og hér á Hornafirði.is. Kveðjurnar verða sendar verða út á Skjávarpi gamlársdag kl. 15 og verða um leið aðgengilegar á vefnum. Með því að senda kveðjurnar einnig út á vefnum er verið að tryggja að nær allir í Sveitarfélaginu hafa aðgang að þeim. Á nýju ári mun SkjáVarp verða aðgengilegt á vefnum sem styrkir það enn meir sem öflugasta upplýsinga- og auglýsingamiðil sveitarfélagsins. Lesa meira
Ómar Antonsson

Ómar Antonsson selur perlumöl til Arisona

Litla-Horn, fyrirtæki Ómars Antonssonar á Höfn hefur gert samning um sölu á perlumöl til fyrirtækis í Bandaríkjunum. Það eru aðilar í Arisona sem kaupa mölina og fer fyrsti farmurinn, eitt þúsund tonn, út um áramótin og síðan 4-5 þús. tonn á árinu 2006 og 10 þúsund tonn árið 2007. Perlurnar verða m.a. notaðar í klæðningu í sundlaugar. Perlumölin er tekin á Austurfjörukambinum, henni mokað upp með hjólaskóflu, sigtuð, sett í poka og tekin um borð í skip. Verið er að hanna trébryggju sem sett verður við Austurfjörurnar innanfjarðar gegnt Lambhelli. Reiknað er með að allt að 3000 tonna skip geti lagst að bryggjunni. Stærð perlusteinanna á að vera frá 1-5 mm og það er þessi dökki og svarti litur sem er mest eftirsóttur enda steinarnir vel slípaðir og mjög fallegir. Þetta eru náttúruperlur sem koma undan jöklinum og berast með jökulvatninu út í ós segir Ómar. Lesa meira

 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)