Janúar

Björn Lóðs

Björn Lóðs aðstoðar skip við að leggjast að bryggju á Reyðarfirði

Lóðsbáturinn Björn Lóðs er ekki bara notaður til að aðstoð skip sem þurfa að fara um innsiglinguna í Hornafjarðarósi, 1. des. sl. fór lóðsbáturinn frá Hornafirði til Reyðarfjarðar til að aðstoða kínverska skipið Da Fu við að leggjast að nýju álversbryggjunni á Reyðarfirði. Da Fu er 14000 tonn, 153 metra langt og 23 metra breitt. Lámarksdjúprista skipsins er um 9,5 metrar. Skipið kom beint frá Kína og var farmurinn stálgrind í kerskála álversins. Sigling Da Fu tók 35 daga frá Kína til Reyðafjarðar. Björn Lóðs var um 9. klst. að sigla frá Höfn til Reyðafjarðar og jafn lengi til baka. Lesa meira
Kiwanis_IMG_6939

Kiwanisklúbburinn Ós styrkir röntgenmyndavélkaupin

Kiwanisklúbburinn Ós á Hornafirði afhenti í dag kr. 150.000 til kaupa á röntgenmyndavél fyrir heilsugæslustöðina. Það voru kiwanisfélagarnir Geir Þorsteinsson og Miralem Haseta sem afhentu þeim Guðrúnu Júlíu Jónsdóttur hjúkrunarforstjóra og Ragnhildi Magnúsdóttur héraðslækni gjöfina. Enn vantar um þrjár milljónir kr. til að fjármagna kaupin á myndavélinni en Guðrún Júlía og Ragnhildur eru vongóðar um að fleiri ,,leggi hér hönd á plóginn’’ og það takist að fá þessi nauðsynlegu tæki fyrir sumarið. Munum að margt smátt gerir eitt stórt og það safnast þegar saman kemur. Lesa meira
Idol Stjörnuleit_Jökulsarlón

Jökulsárlón komið í Smáralindina

Búið er að byggja nýja sviðsmynd fyrir Idol-Stjörnuleit í Vetrargarðinum í Smáralind, það sem er skemmtilegt við sviðsmyndina er að hún er alveg eins og Jökulsárlón. Að sögn Einar Björns Einarssonar staðarhaldara á Jökulsárlóni þá er þetta mjög skemmtilegt þegar verið er að nota Jökulsárlón enda hvergi flottari staður á Íslandi. Í Vetrargarðinum hafa verið byggðir stórir ísjakar og eiga keppendur að ganga út úr einum ísjakanum þegar að þeir koma á sviðið. Stöð 2 hefur lagt mikið í þessa þáttaröð af Idol-Stjörnuleitinni og mun hún verða eins sú flottasta til þessa. Tólf munu keppa til úrslita í beinni útsendingu í kvöld og verður það á valdi áhorfenda að skera úr hverjir komast áfram með símakosningu. Lesa meira
Kaffi Hornið

Internetaðgangur fyrir gesti Kaffi Hornsins

Kaffi Hornið hefur nú sett upp internetaðgang þar sem gestir hafa möguleik á að tengjast internetinu á meðan að þeir njóta veitinga. Að sögn Ingólfs Einarssonar þá hefur verið mikið spurt um þessa þjónustu og því ákvað hann að ríða á vaðið. Þessi þjónusta er viðskiptavinum Kaffi Hornsins að kostnaðarlausu. Í janúar hefur Kaffi Hornið verið með tilboð í hádeginu, tveir fyrir einn og segir Ingólfur að það hafi slegið öll met. Hjá fyrirtækinu vinna núna 5 starfsmenn og í vetur hefur verið opið alla daga nema sunnudag frá kl. 11:40 til 22:00 og á laugardagskvöldum til 01. Grunnskólakrakkar mæta í mat kl.11 og eru til hádegis en Kaffi Hornið hefur séð um mat fyrir grunnskólana á Höfn síðustu ár. Lesa meira

 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)